miðvikudagur, janúar 21, 2009

coffee and cigarettes

þá er þessi blessaða próftíð loksins búin, hún gekk bara vel fyrir utan prófið í dag sem var vægast sagt ömurlegt!
en það þyðir ekki að gráta yfir því, er komin í vikufrí sem ég veit engan veginn hvað ég á að gera við, er búin að liggja og teikna og hlusta á tónlist í allann dag, hafði svo loksins tíma til að lesa nýja vogue og nýja i-D, fátt betra en að liggja, hlusta á tónlist og skoða vogue!
annars langar mig í kærasta í fyrsta skipti í langan tíma, vantar einhvern til að liggja með mér og spjalla meðan ég teikna eða les, bíð ennþá eftir "the one" eftir að hafa lesið allar þessar ástarsögur, horft á allar þessar bíómyndir og þætti og hlustað á alla þessa tónlist neita ég að trúa að hann sé ekki þarna einhvers staðar! ætla að verða hopeless romantic aftur eins og í 10.bekk komin með leið á því að vera svona cinical og kadhæðin, það er komin tími á breytingar!
en ég ætla að halda áfram að skoða i-D MA-ingar njótiði frísins og þið hin...

á eftir að bíða lengi eftir þessum-en það verður þess virði
lov
Hulda Rún

þriðjudagur, janúar 13, 2009

presenting the fabulous

jæja þá er ég enn einu sinni árinu eldri, samkvæmt facebook allavega, fæddist reyndar klukkan 03:02 svo það eru næstumþvi þrír tímar í að ég þurfi að viðurkenna það að vera orðin 21
annars gekk heimspekin bara vonum framar og ég er í óðaönn að reyna að undirbúa mig fyrir landafræði, brjálað að gera!
því verður þetta blogg ekki lengra að sinni, það hefur bara verið hefð að blogga á afmælisdaginn!

rosalega væri ég til í einn svona í tilefni afmælisins (og lögdrykkjualdurs í USA)
love
Hulda Rún (gamla)

sunnudagur, janúar 11, 2009

expectations

jæja komið að enn annarri andvaka og komin með nóg af heimspeki færslu.
það styttist og styttist í afmælið, og ég er í óða önn að leita að gráu hári og bíða eftir fyrstu hrukkunni, fann reyndar eitt grænt um daginn, er búin að vera svo mygluð undanfarið að ég héllt í smá stund að ég væri virkilega farin að mygla, en é ákvað að þetta væri bara málning og held mig við þá sögu.
annars byrjaði ég áðan að horfa á one tree hill, (fékk alveg nóg af heimspekinni) þetta voru einmitt mínir uppáhaldsþættir hérna í denn, þegar ég var í 10. bekk og fyrsta í MA það er að segja voru one tree hill og o.c. líkt og gossip girl er í dag, maður beið alla vikuna eftir nýjum þætti og svo enduðu þær alltaf jafn spennandi, ég verð að viðurkenna að þegar ég var 16 ára fékk ég meiri fiðrildi í magan og lifði mig voðalega inní þetta, en svo fannst mér þættirnir dala eftir að ég varð eldri og datt að lokum alveg útúr þessu, ætlaði svo alltaf að horfa á nýju seríurnar þar sem 4 ár eru liðin en lét aldrei verða að því. En hvað gerir maður ekki í prófum svo ég ákvað að horfa á fyrsta þáttinn í 5 seríu og varð alve hooked, þetta er sko gamla góða one tree hill! og það besta er að þau eru akkúrat tuttugu og eins líkt og ég verð eftir ekki á morgun heldur hinn! reyndar lifum við aðeins öðruvísi lífi en ég meina ég hef ár til að gefa út skáldsögu, gerast kennari, hanna mína eigin fatalínu eða lenda í hjólastól, bíðiði bara.
annars er fátt að frétta heimspekin gengur hægt en gengur þó, ég er farin að telja niður dagana í að þessi próf verði búin! en það er allavega eitt gott við mánudaginn, þá eru bara þrjú eftir!
en jæja ætli það sé ekki tími til komin að reyna að sofna, jafnvel yfir einum one tree hill....

það sem ég var skotin í þessum í 10. bekk!
góða nótt
Hulda Rún

fimmtudagur, janúar 08, 2009

my delusions

önnur færslan í dag? hin var reyndar skrifuð síðustu nótt sem var dagur hjá mér.
fór reyndar og talaði við lækni í dag þannig að ég er nýbúin að taka svefntöflu og róandi svo ef ég sofna ekki að því þá gef ég upp alla von um svefn á næstunni! vona samt að ég sofni ekki í miðri færslu, ef þetta er einsog í bíómyndunum er aldrei að vita, en ég hf nú komist í raun um að hlutirnir eru svo sannarlega aldrei einsog í bíómyndunum, þó svo að líf mitt hafi verið líkast sápuóperu um daginn.
ég var verulega dugleg að læra heimspeki í dag og náði virkilega að læra eitthvað, þoli bara ekku hvað ég missi alltaf einbeitninguna eftir vissan tíma, en ég hef nú ennþá 3 daga til að læra svo ég er ekkert að stressa mig (right).
annars er ég farin að hlakka verulega til eftir þessi próf ég fer í næstum því 10 daga frí sem hljómar alveg einstaklega vel núna, aldrei að vita nema ég bjóði stelpunum í mat í tilefni að því að við eigum allar afmæli í janúar nema ein í byrjun febrúar sem erum hérna á Akureyri.
ég er komin með enn eitt áramótaheitið, ég ætla að fara að lesa meira, ég les reyndar mikið miðað við flesta en samt lítið miðað við hvað ég las allta mikið, þannig að núna ætla ég að hætta að fylgjast með þessum milljón þáttum sem ég er að horfa á á netinu og fara oftar á bókasafnið, sá reyndar mér til mikillar gleði að það er verið að gera mynd eftir eina af mínum uppáhaldsskáldsögum, draumaveröld kaupalkans, ég get ekki beðið eftir að hún komi í bíó!
ég er mjög mikið í því að vaða úr einu í annað í þessum bloggum mínum, en í dag sofnaði ég í svona 2 tíma, enda svaf ég ekkert í nótt, og þá dreymdi mig að ég hitti strák og hann var "the one" og þetta var einsog í bíómynd svaka rómó o ég fékk ótrúlegt en satt ekki klígju fannst þetta bara allt voðalega gaman, held að ég, anna, sandra og þórgnýr höfum talað of mikið um notebook (skrifaði fyrst facebook) í gærkvöldi.
en ég ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni er ótrúlegt en satt orðin frekar þreytt, þetta dóp er eitthvað að virka held að fæturnir á mér séu sofnaðir.

p.s. svona var draumurinn
kys&kram
Hulda Rún

almost famous

ég held ótrauð áfram í þessari bloggmaniu minni.
dagar mínir eru líka alveg með eindæmum innihaldsríkir, reyni að læra, sef alltof mikið á daginn þar sem ég sef ekkert á nóttunni og svo hugsa ég alltof mikið um lífið eftir MA.
Annars var þetta agætisdagur, ég lærði heimspeki, bjó til ramma og er komin í kanaklúbb, semsagt 4 manneskjur, nei 5 sem hittumst og spilum kana á karó á þriðjudögum, getur ekki klikkað.
Ég að velta fyrir mér hvað er það með prófatarnir að mig fer að langa að gera alveg ótrúlegustu hluti, allt í einu spretta upp hin og þessi áhugamál sem ég vissi ekki einu sinni að væru til staðar, allt í einu langar mig í langa göngutúra með tónlist í eyrunum, mig langar að horfa á allt mögulegt, mig langar að fara yfir dótið í hillunum mínum mig langar að laga til í tölvunni minni og síðustu nótt las ég actually allar blogfærslur sem ég hef skrifað á þessa blessuðu síðu. Svona er þetta samt reyndar alltaf í prófunum og það fyndna er að mig langar meira að segja að læra undir öll prófin sem ég er að fara í nema prófið sem ég er að fara í fyrst, þetta var undarleg setning.
annars er farið að styttast ískyggilega mikið í að ég verði 21, tuttuguogeins, enogtyve, einundzwansig.... já þetta hljómar ekki vel, og þá sérstaklega ekki á þýsku!. Mér fynnst ég bara allt í einu orðin svo gömul, ég meina 20 ára það er ekki neitt en 21 tsss það hljómar ekki vel.
rosalega er ég tóm eitthvað, var búin að gleyma hvað það er krefjandi að blogga, maður þarf alltaf að hafa eitthvað að segja, hugsaði einmitt með mér þegar ég var að renna yfir gömlu færslurnar mínar í gær "rosalega hafði ég alltaf mikið að segja" ég var alveg hörku bloggari á mínu yngri árum, fékk líka alveg ágætis nostalgíu þegar ég var að lesa þetta, fór að hugsa um 2-f alla góðu tímana, hlátursköstin í stærðfræði þar sem valdís hugsaði oft um að drepa okkur og bað mig oftar en ekki vinsamlegast að fara fram og jafna mig og koma ekki inn fyrren ég treysti mér til. Alla rúntana a Bjögga þar með talið handbremsubeygjurnar, elvis áreksturinn, klappið, fjallaferðina góðu, gangstah rúntinn og auðvitað bakklyktina! ég held að af öllum mínum árum í MA eigi ég flestar minningarnar úr 2-f þetta ár var bara með eindæmum fyndið, ástarbréfin frá möggu magg eftir að hún líkti mér við Gommann, kárahnjúkafyrirlesturinn okkar þar sem lá við að þorlákur púaði á okkur, fyrirlesturinn um fjalla-eyvind, "er hægt að vera bara lamaður fyrir ofan mitti?", "vá sandra ég var nýsofnuð" sagt alltof hátt í sögu hjá SÓ, blikk frá Margréti og klúrar athugasemdir frá Söndru sem var þá nýflutt hinum megin við línuna. Já þetta voru svo sannarlega góðir tímar.
ætla að enda þetta á nokkrum (eða einni ef ég þekki tölvuna rétt) myndum frá 2-f

Sandra, Sverrir og Reginn á capone þegar hann var og hét

heitar gellur

myndin sem átti að vera af fulla tunglinu

við vorum náttúrulega bara ómótstæðilegar

sandra var ávallt sæt í Bjögga

þessi líka

einnig sumarið eftir 2. bekk

verulega ölvuð í 2 manna vodkateiti, einn fleygur á mann

auður, sara og ég í þema bekkjarteiti

hot stuff

sumarið eftir 2. bekk reyndar

ég og sandra
jæja þetta er komið gott í bili ætla að halda áfram að lesa í heimspeki
venlige hilsen
Hulda Rún

miðvikudagur, janúar 07, 2009

bigmouth strikes again

þrátt fyrir litlar undirtektir hef ég ákveðið að gefast ekki upp enn eina ferðina (p.s. Anna þú varst búin að lofa að kommenta, bíatts).
klukkan er akkúrat 07:19 og ég er ekki ennþá sofnuð, ég snéri sólarhringnum við á gamalárskvöld og hef ekki ennþá náð að snúa honum við aftur, í dag er samt þriðja tilraun, allt þegar þrennt er ekki satt?
annars er ég nokkurnveginn búin að ákveða hvað ég ætla að gera þessa þrjá mánuði sem ég var að ræða um í síðasta bloggi, já ég er fljót að taka ákvarðanir og verða ofurspennt yfir hlutunum. En planið er allavega núna að fara suður með Önnu Haff, hún ætlar í iðnskólann og ég ætla að vinna þangað til ég fer út, ég get vægast sagt ekki beðið við vorum liggurvið farnar að plana hvað við ætlum að kaupa í íbúðina og hver sefur hvar svo spenntar vorum við.
rosalega verður samt skrýtið eitthvað að flytja að heiman, ég er þetta týpíska ofverndaða(dekraða) yngsta barn, ég hef aldrei sett í þvottavél, fæ þvottinn ennþá samanbrotinn inná rúm og ég kann ekki einu sinni á nýju uppþvottavelina, sem er svona 2 ára, þetta verður lítið skref fyrir mannkynið en stórt skref fyrir mig!.
við ákváðum einnig stöllurnar í kvöld að breita aðeins lífsstíl, við höfum oft rætt þetta en nú held ég að við séum actually að fara að gera eitthvað í þessu, enda er komin tími til.
árið 2009 ætla ég að drekka minna, ég ætla að fyrirgefa fólki, ég ætla að finna sjálfa mig og ég ætla að vera samviskusöm.
ég hef á tilfinnungunni að seinni parturinn á þessu ári verði besti seinni partur á ári sem ég hef upplifað, það verður allt svo nýtt og spennandi, útskrifast (loksins), flytja að heiman, sakna mömmu og pabba, búa fyrir sunnan með önnu Haff, ferðast um suður ameríku með Önnu Guðrúnu, verður lífið eitthvað betra?
ég er ánægð með akvörðun mína um að byrja að blogga aftur, sérstaklega núna þegar ég er andvaka.
ég ætla að setja nokkrar myndir til að gera þetta ennþá betra.

ég og Tinna fyrir ári
af einhverjum ástæðum get ég ekki sett fleiri myndir svo það verður að bíða betri tíma
lifið heil
Hulda Rún

þriðjudagur, janúar 06, 2009

beautiful things

það er komin tími til að fara að blogga aftur, tískan fer í hringi-fyrst voru það bloggin, folk.is var aðalmálið, svo kom blocentral og þar á eftir bloggar.is síðan þróaðist þetta yfir í myspace og svo loks facebook. En ég held að það sé komin tími á bloggin aftur, ég er farin að sakna þeirra smá og ég get ekki hugsað mér betri tíma til að byrja aftur en í prófatörn.
ég og anna erum í óðaönn að skipuleggja ferðalag okkar um suður ameríku og ég get vægast sagt ekki beðið! er búin að vera að skoða myndir og láta mig dreyma um strendur brasilíu!

copacabana í rio þarna verðum við eftir ár
annars er ég að reyna að plana hvað ég ætla að gera frá 1. september til 1. desember verð helst að vera í vel launaðri vinnu og helst ekki á Akureyri er alveg komin með nóg af þessum stað, það er ein hugmynd að fara til danmerkur, enda mjög svo hagstætt að vinna þar núna en þá þarf ég náttúrulega að leigja og það er ekki ókeypis, en þetta mun allt koma í ljós á komandi mánuðum.
ég ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni, veitir ekki að fara að læra
Hulda Rún

miðvikudagur, apríl 09, 2008

if you're flawless....

ég er búin að vera að vafra um netið núna þar sem ég er alveg komin með nóg af að lesa í uppeldisfræði!
eftir að hafa eytt dágóðum tíma í að væbblast um á fmyspace ákvað ég að kíkka aðeins inna facebook og ég verð að segja mér fannst þetta hundleiðinlegt og alltof flókið en núna er þetta svoldið byrjað að (growing on me) hvað á ég að segja vaxa á mér?
þetta er nefnilega ágætis tímaeyðsla, það er nefnilega hægt að finna allt þarna og þá meina ég allt!
annars er fátt að frétta, skólinn er einsog alltaf=alltof mikið að gera, reyndar var ekki íslenskupróf í dag þar sem bekkurinn minn ákvað að mótmæla prófinu í kvosinni (hefðum átt að tala við aksjón, þetta hefði pottþétt verið aðalfréttin í korter yfir sjö fréttunum) og kennarinn gafst upp svo að prófið verður á föstudaginn í staðinn og við fáum víst að vera með bókina, þó ég geti persónulega ekki séð að það breiti miklu....
En svona útí allt aðra hluti þá hef ég ákveðið að taka mig aðeins á í lífinu=halda herberginu mínu súper fínu, fara í ræktina 4-5 sinnum í viku og vinna 3-4 sinnum í viku, vera skipulögð í skólanum og mæta vel! hætta að drekka allar helgar og haga mér einsog dama!
Þetta hljómar allt mjög vel og jafnvel gerandi... í svona 2 daga! það er ekkert lítið erfitt að vera fullkominn! Svo ég er strax farin að hugsa um að slaka aðeins á kröfunum og jafnvel skella mér bara á ný dönsk næstu helgi enda hefur mér alltaf fundist ég og Björn Jörundur hafa svona "special connection" svo ég get nú ekki farið að bregðast honum með því að sitja sveitt heima yfir veröld soffíu!
en ég er að hugsa um að lesa smá meira í uppeldisfræði og fara svo að sofa (gleymdi að minnast á það áðan að í fullkomnu veröldinni minni fer ég líka alltaf snemma að sofa og er aldrei að þvælast á Karó langt fram eftir nóttu!)
hittumst heil!
miss. Perfect!

þriðjudagur, apríl 08, 2008

the greatest

það er svo langt síðan að ég hef ritað hérna að ég var búin að gleyma passwordinu, hversu sorglegt er það.
ég hét því að ég myndi halda þessari síðu lifandi allavega þangað til ég myndi klára framhaldsskóla og kæmist loks útí hinn stóra heim og ég er að hugsa um að reyna að standa við það héðan í frá.
Ég get ekki lofað að þetta verði alltaf djúsí blogg en ég ætla að byrja á að reyna að skrifa vikulega og hver veit nema ég auki það svo, það er að segja ef ég hef eitthvað að segja.
Hvar á ég annars að byrja þegar svona langt er liðið.... ætlaði að fara að tala um helgina en ég held að ég láti það vera, svo datt mér í hug skólinn en ég ómögulega nenni að tala um hann, ég gæti auðvitað alltaf rætt um efnahagsmálin og gengishækkunina? það myndi halda fólki við efnið!
Ef einhver gerist svo merkilegur að lesa þetta þá verð ég að mæla með að sá hinn sami horfi á Scrubs, ég hafði séð svona einn og einn þátt og var enginn aðdáandi en svo tók ég Scrubs maraþon um daginn þegar ég var veik og þetta eru messtu snilldar þættir sem gerðir hafa verið!





en þetta verður ekki lengra að sinni ætla að drífamig í ræktina-alltaf að pumpa!
-Hulda Rún

laugardagur, janúar 05, 2008

nytt ar ny byrjun

klukkan er hálf sex að morgni til og ótrúlegt en satt þá er ég andvaka, ég ætlaði að fara að gera 90 tilraun til að sofna en fékk þá alltíeinu þá flugu í höfuðið að blogga.
en einsog titillinn og dagsetningin gefa til kynna er enn eitt árið liðið og árið 2008 gengið í garð.
ég trúi því samt varla að það sé komið 2008, mér fynnst alltaf þegar ég hugsa um '98 að það séu svona 3 ár síðan það var, ekki 10 ár! En svona er þetta víst.
2007 var að mörgu leyti gott ár, þrátt fyrir nokkur mistök, og þá sérstaklega á seinni part ársins! en ég hef einvhernveginn góða tilfinningu fyrir 2008, þrátt fyrir að það hafi byrjað með streptokokkum!
Annars hef ég ekki mart að skrifa um, hver haldiði samt að eigi afmæli eftir 8 daga? jújú mikið rétt; ég! ég er að verða tvítug=að komast á þrítugsaldurinn úff! svo eru það bara prófin og svo beint til London að versla einsog maniac!
en ég ætla að reyna að sofna, enn og aftur!
hver veit nema ég komi með djúsí blogg við tækifæri, jafnvel myndablogg?
-hulda rún (bráðum gamla)

fimmtudagur, desember 13, 2007

hi my name is bob....

ég held ég verði að fara að breita drykkjuvenjum mínum...
þannig er mál með vexti að þegar ég drekk þá hætti ég að vera Hulda og bob félagi minn mætir á svæðið!
i fyrstu var hann ekkert svo slæmur, bara hress náungi sem skaut upp kollinum eftir 3 bjór... en nú er mér hætt að standa á sama þar sem bob er farin að gera alveg órúlegustu hluti og það sem verra er segja allskonar hluti sem ég myndi bara aldrei gera eða segja!
bob er líka rosalega mikið fyrir síma! bob elskar að vera í simanum, hann elskar sérstaklega að tala við fólk sem er ekki viðeigandi að tala við.
svo er það versta í þessu öllu saman að þegar ég vakna þá man ég voðalega lítið eftir kvöldinu þar sem það var ekki ég sem upplifði það heldur bob...
ég ætla að hætta.
-hulda rún eða hvað?

mánudagur, desember 10, 2007

london calling

júú sæl!
ég ákvað að henda inn einni færslu svona í skammdegisþunglyndinu!
alltaf þegar ég tek þá stóru ákvörðun að skrifa eitthvað hérna, þá er það útaf því að mér finnst ég hafa svo ótal margt að segja en svo um leið og ég er búin að koma mér vel fyrir og loga mig inn þá dettur mér bara hreinlega ekkert í hug...
ég er reyndar með skemmtilegar fréttir, eða skemmtilegar fyrir mig en ekki endielga ykkur, ég er að fara til Englands eftir prófin í janúar í heila viku:D!! ég og anna fljúgum til London og verðum þar yfir helgina og tökum svo fjögurra tíma lest til Hull þar sem salka mun ná í okkur og við ætlum að vera með henni það sem eftir er af vikunni! ég get ekki lýst því hvað ég hlakka til!
svo eru aðrar ekki jafn skemmtilegar fréttir.. hver haldiði að hafi dottið og rústað tölvunni sinni? koma ekki margir til greina! en einsog ég spáði, þá er ég búin að eyðileggja tölvuna mína áður en ég borga síðustu greiðsluna-til hamingju ég!
en sem betur fer var hún tryggð svo ég er búin að vera að standa í tryggingaveseni í allann dag þar sem ég fór svona 10 sinnum í haftækni og 10 sinnum í vís og er að vonast til að fá pening svo ég geti keypt mér nýja frekar en að fá pening fyrir viðgerð þar sem það kostar 80.000kr að gera við hana og gæti tekið einhverja mánuði, og ég hef ekki einhverja mánuði.
svo er ég líka að fara að skipta um vinnu, fékk vinnu á gallup í dag svo ég ætla að ganga í lið með önnu og söndru sem pirrandi gallup spyrill! og hætta að vera pirraði barþjóninn!
jahá þetta er bara að verða aldeilis langt blogg hjá mér... held samt að það sé ekkert mikið meira sem ég hef að segja...
veriði sæl og passið ykkur á myrkrinu
-hulda rún

miðvikudagur, nóvember 07, 2007

something stupid..

like i love you...

mér finnst alltieinu eins og allt sé að falla í skorður, stundum fær maður bara svona tilfinningu að allt verði í lagi.
annars var ég megadugleg í dag og keypti mér loksins aftur kort í ræktina og fór í minn fyrsta tima í dag, sem var ekkert smá gott!
mér finnst é alltieinu vera að eldast svo hratt ég er actually farin að hugsa mikið um hvað ég ætla að gera eftir MA og hef komist að því að ég er ekki bara með dýran smekk á fötum og skóm heldur skólum líka, akkúrat núna eru tveir sem standa uppúr og það eru cinema make up school í los angeles og Glauca Rossi í london þessi í los angeles er hálft ár og kostar um 900 þúsund og þá á ég eftir að leygja og lifa, þessi í london er reyndar ekki betri þar sem hann er bara í 3 mánuði og kostar 850 þúsund og það verður að segjast einsog er að london er ekki beint ódýrasta borg heims! svo er ég reyndar að skoða einn í new york sem mér lýst ágætlega á svo langar mig líka svo að búa í new york þessi borg heillar mig!
en mig langar semsagt að læra kvikmynda og leikhúsförðun og svo líka svona high fashion förðun

eitt af mínum uppáhads módelum förðuð af fyrrum nemanda úr Glauca Rossi! þetta er bara draumastarf!

þetta er verk nemanda í cinema make-up school!
já þetta er samt bara draumur einsog er, lítur út fyrir að ég þurfi að vinna í lottóinu ef ég ætla að læra þetta!
en ég ætla að fara að sofa(=hugsa um þetta!) þar sem ég ætla að vera dugleg og skella mér í ræktina í fyrramálið!
ef þið eruð pirruð eða leið hlustiði þá á something stupid með frank og nancy sinatra eða leaving on a jet plane með peter, paul og mary-ég lofa það virkar!
góða nótt
-hulda rún

miðvikudagur, október 24, 2007

fancy footwork

ef ég myndi taka saman allar færslurnar sem ég hef byjað að skrifa hérna en aldrei birt yrði það áhugaverð lesning! byrjaði einmitt í dag í 2faldri þýsku á afar áhugaverðu bloggi sem mun aldrei líta dagsins ljós.
annars var þetta bara ósköp venjulegur dagur í lífi mínu fjárfesti samt í nýjum síma og ætla að setja inn nokkrar myndir sem ég tók af aroni í dag og svo eina skemmtilega af mér jejj bara svona til að gera þessa færslu aðeins skemmtilegri!



QI/AAAAAAAAALA/z5OH-9hamng/s1600-h/DSC00030.JPG">

en ég er farin að sofa-á mér ekkert líf fyrst að anna er komin með kæró!
-hulda rún bitra

þriðjudagur, október 23, 2007

bitch please!

ég er snúin aftur, svona er þetta með frammhjáhöld maður kemur alltaf aftur skríðandi með skottið á milli lappanna!
maður girnist það óþkkta, maður vill það sem maður getur ekki fengið og það mun seint breitast.
eða svona er þetta allavega í mínu tilfelli ég vil það sem ég get ekki fengið og um leið og ég fæ það er það ekki spennandi lengur, útaf þessum skemmtilega galla er ég eiginelga bara hætt að vilja hlutina, ég vil komast sem næst þeim og hætta þá, þá heldur löngunin og gamanið áfram án þess að áhugaleysið komi til staðar!
síðustu helgi ákvað ég að brjóta upp hversdagsleikann og skellti mér suður í borg óttanns á airwaves, ég verð að segja að þessi helgi var einsog að hafa borðað hafragraut á hverjum morgni í ár og fá svo alltíeinu svínahamborgarahrygg ég get ekki lýst þessari skemmtun og þetta hafi allt getað átt sér stað á abra einni helgi, en svo kemur það erfiða-að byrja að borða hafragrautinn aftur!
ég ætla ekki að hafa þetta lengur að sinni heldur snúa mér að Freud... samkvæmt honum er ég samt með reðuröfund!
hulda rún

fimmtudagur, ágúst 02, 2007

nytt blogg

jæja við áttum góðar stundir fríða en líkt og hún nelly furtado söng um þá taka allir góðir hlutar enda og hér skilja leiðir okkar.
takk fyrir góðar stundir og hver veit nema ég snúi aftur einhvern daginn!
annars er eg komin með nýtt blogg www.123.is/huldarun engin mun þó koma í staðinn fyrir þig fríða
-hulda rún

fimmtudagur, júlí 19, 2007

bang bang

ég er komin í tveggja daga frí! JEJJJ
er reyndar að fara að prófa að vinna á karólínu á laugardaginn, um að gera að bæta við sig vinnu hehe
annars er fátt að frétta bara ...
shebabalula...

þriðjudagur, júlí 10, 2007

crown of love

ég held að ég hreinlega verði að teljast vinsælasti bloggari íslands! þið bara verðið að hætta að kommenta svona mikið ég hreinlega hef ekki undan að lesa þetta!
annars átti ég bara ágætis tveggja daga frí sem er því miður að enda i dag! alltaf jafn leiðinlegt þegar fríin enda því að þá er svo langt í næsta frí. En svona er þetta víst, lífið er ekki alltaf dans á rósum!
en já þetta frí var allavega ekki af verri endanum, var bara eitthvað að hanga með möggu magg og öddu té elduðum saman í gær dýrindis jóa fél pizzu og linda kom svo og borðaði með okkur eftir langan vinnudag.
í dag fórum við svo í road trip útí laufás að heimsækja lindu, fórum með nesti svo það var bara kósý lautarferð og linda gaf okkur kakó og svona. Brunuðum svo í bæinn og sóttum sundföt og skelltum okkur í sund á svalbó, það klikkar aldrei!
í kvöld skellti ég mér svo út að skokka i kjarna með gamla og það var svona líka gaman!
er að spá í að reyna að vera dugleg fram að rhodos maður verður víst að komast í bikiní!
annars ætla ég að reyna að laga eitthvað til áður en ég fer að sofa svo ég er hætt í bili, þið megið alveg endilega segja eitthvað skemmtilegt til að koma mér í gegnum þessa 8 vinnudaga sem eru framundan!

gott ráð!
-hulda rún

þriðjudagur, júlí 03, 2007

then pop goes my heart!

dagarnir liða í móðu, ég er ein heima og það er allt eitthvað svo tómlegt, sísí er reyndar hjá mér núna, er samt ekkert sérlega ánægð þessa stundina þar sem að ég er nýbúin að hella appelsíni yfir hana og sófann!
æi gærkvöldi ákváðu ég og margrét að hafa bara svona kósí kvöld, borða nammi og horfa á spólu= hin besta skemmtun!
mér finnst mjög fínt að vera ein heima en málið er bara það að ég get ekki sofð þegar ég er ein, ekki það að ég sé myrkfælin eða neitt svoleiðis ég bara verð eitthvað svo tóm, er jafnvel að spá í að leygja mér eitt stykki manneskju til að gista hjá mér, 5000kr nóttin?
annars var ég að fá tölvuna mína í dag! gleðigleði! átti einmitt afarfyndið samtal við tölvukallinn í vinnunni í dag, albert kom og sótti mig og sagði að það væri síminn til mín í lobbyinu, sem kom mér mjög svo á óvart, var viss um að þetta væri anna guðrún bara svona til að spjalla! en símtalið var eftirfarandi
ég: halló
kall: halló er þetta hulda rún
ég: já
kall: já góðan daginn þetta er guðmundur í haftækni
ég: já ok
guðmundur i haftækni: ég er að hringja útaf tölvunni þinni
ég: jújú
guðmundut í haftækni: já hérna hún er ónýt....
ég: HA?
guðmundur i haftækni: já og þetta er ekki ábyrgðarmál
ég: LSDGBPANEKLBNOIQF HA?
guðmundur í haftækni: nei ég var að grínast, þú mátt koma og ná í hana í dag
ég: ööö ok takk
gummi: bless
ég: eeee... bæbæ
já hann guðmundur, algjör brandarakarl!
annars bara tchuss!
-hulda rún og macinn

sunnudagur, júlí 01, 2007

lautarferð?

áfengi er böl.
mannstu í gær hérna.... nei ég man ekki!

arnrún með fancy jarðaberjakokteil!

frekar sætar!

gangstah love

það voru teknar léttar fimleikaæfingar

babylove

upplýst arnrún og ég með gott dansmúv fyrir aftan

fimleikarnrún

ég hæstánægð með kollnísinn minn!

yeah

skelltum okkur í lautarferð

þar var gaman

jarðaberjakokteill í flösku

adda té skemmti sér konunglega!

þær kunna sitt fag

þetta já?

og þetta?

og svo ein svona ofurhress í endann
já svona var kvöldið víst
-hulda rún