önnur færslan í dag? hin var reyndar skrifuð síðustu nótt sem var dagur hjá mér.
fór reyndar og talaði við lækni í dag þannig að ég er nýbúin að taka svefntöflu og róandi svo ef ég sofna ekki að því þá gef ég upp alla von um svefn á næstunni! vona samt að ég sofni ekki í miðri færslu, ef þetta er einsog í bíómyndunum er aldrei að vita, en ég hf nú komist í raun um að hlutirnir eru svo sannarlega aldrei einsog í bíómyndunum, þó svo að líf mitt hafi verið líkast sápuóperu um daginn.
ég var verulega dugleg að læra heimspeki í dag og náði virkilega að læra eitthvað, þoli bara ekku hvað ég missi alltaf einbeitninguna eftir vissan tíma, en ég hef nú ennþá 3 daga til að læra svo ég er ekkert að stressa mig (right).
annars er ég farin að hlakka verulega til eftir þessi próf ég fer í næstum því 10 daga frí sem hljómar alveg einstaklega vel núna, aldrei að vita nema ég bjóði stelpunum í mat í tilefni að því að við eigum allar afmæli í janúar nema ein í byrjun febrúar sem erum hérna á Akureyri.
ég er komin með enn eitt áramótaheitið, ég ætla að fara að lesa meira, ég les reyndar mikið miðað við flesta en samt lítið miðað við hvað ég las allta mikið, þannig að núna ætla ég að hætta að fylgjast með þessum milljón þáttum sem ég er að horfa á á netinu og fara oftar á bókasafnið, sá reyndar mér til mikillar gleði að það er verið að gera mynd eftir eina af mínum uppáhaldsskáldsögum, draumaveröld kaupalkans, ég get ekki beðið eftir að hún komi í bíó!
ég er mjög mikið í því að vaða úr einu í annað í þessum bloggum mínum, en í dag sofnaði ég í svona 2 tíma, enda svaf ég ekkert í nótt, og þá dreymdi mig að ég hitti strák og hann var "the one" og þetta var einsog í bíómynd svaka rómó o ég fékk ótrúlegt en satt ekki klígju fannst þetta bara allt voðalega gaman, held að ég, anna, sandra og þórgnýr höfum talað of mikið um notebook (skrifaði fyrst facebook) í gærkvöldi.
en ég ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni er ótrúlegt en satt orðin frekar þreytt, þetta dóp er eitthvað að virka held að fæturnir á mér séu sofnaðir.
p.s. svona var draumurinn
kys&kram
Hulda Rún
4 ummæli:
Oh (gott-oh), Love Actually...
Gaman að þú ert farin að blogga á ný, Hulda.
-erla
vá er verið að gera mynd um draumaveröld kaupalkans?
kv. anna guðrún
jiminn þetta er svo yndislegt atriði, ég á ekki til orð.
þú veist samt að þér er boðið í mat til mín í janúar! taktu fimmtudaginn 22. frá, ég heimta það!
hvað ekkert blogg í dag?
Skrifa ummæli