sunnudagur, janúar 11, 2009

expectations

jæja komið að enn annarri andvaka og komin með nóg af heimspeki færslu.
það styttist og styttist í afmælið, og ég er í óða önn að leita að gráu hári og bíða eftir fyrstu hrukkunni, fann reyndar eitt grænt um daginn, er búin að vera svo mygluð undanfarið að ég héllt í smá stund að ég væri virkilega farin að mygla, en é ákvað að þetta væri bara málning og held mig við þá sögu.
annars byrjaði ég áðan að horfa á one tree hill, (fékk alveg nóg af heimspekinni) þetta voru einmitt mínir uppáhaldsþættir hérna í denn, þegar ég var í 10. bekk og fyrsta í MA það er að segja voru one tree hill og o.c. líkt og gossip girl er í dag, maður beið alla vikuna eftir nýjum þætti og svo enduðu þær alltaf jafn spennandi, ég verð að viðurkenna að þegar ég var 16 ára fékk ég meiri fiðrildi í magan og lifði mig voðalega inní þetta, en svo fannst mér þættirnir dala eftir að ég varð eldri og datt að lokum alveg útúr þessu, ætlaði svo alltaf að horfa á nýju seríurnar þar sem 4 ár eru liðin en lét aldrei verða að því. En hvað gerir maður ekki í prófum svo ég ákvað að horfa á fyrsta þáttinn í 5 seríu og varð alve hooked, þetta er sko gamla góða one tree hill! og það besta er að þau eru akkúrat tuttugu og eins líkt og ég verð eftir ekki á morgun heldur hinn! reyndar lifum við aðeins öðruvísi lífi en ég meina ég hef ár til að gefa út skáldsögu, gerast kennari, hanna mína eigin fatalínu eða lenda í hjólastól, bíðiði bara.
annars er fátt að frétta heimspekin gengur hægt en gengur þó, ég er farin að telja niður dagana í að þessi próf verði búin! en það er allavega eitt gott við mánudaginn, þá eru bara þrjú eftir!
en jæja ætli það sé ekki tími til komin að reyna að sofna, jafnvel yfir einum one tree hill....

það sem ég var skotin í þessum í 10. bekk!
góða nótt
Hulda Rún

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvenær áttu ammli?

Ég fílaði aldrei one tree hill...ólíkt öllum öðrum vinum mínum...eða bara öllum öðrum í heiminum.

Ég öfunda ykkur ekki að vera í prófum...eða jú kannski pínu. Bara því mig langar stundum að vera ennþá í MA.

Anyways, viel Glück

Nafnlaus sagði...

anna haff: ég hlakka líka til þegar þið eruð búnar í prófum því þá hætti þið að vera alltaf heima að læra! haha
en já ég var líka heldur betur skotin í þessum gaur! og seth í O.C. vá sérstaklega honum. mér fannst O.C. alltaf miklu skemmtilegra heldur en one tree hill. held samt að það mundi vera öfugt núna ef ég færi að horfa á þetta aftur.
bless