miðvikudagur, október 24, 2007

fancy footwork

ef ég myndi taka saman allar færslurnar sem ég hef byjað að skrifa hérna en aldrei birt yrði það áhugaverð lesning! byrjaði einmitt í dag í 2faldri þýsku á afar áhugaverðu bloggi sem mun aldrei líta dagsins ljós.
annars var þetta bara ósköp venjulegur dagur í lífi mínu fjárfesti samt í nýjum síma og ætla að setja inn nokkrar myndir sem ég tók af aroni í dag og svo eina skemmtilega af mér jejj bara svona til að gera þessa færslu aðeins skemmtilegri!



QI/AAAAAAAAALA/z5OH-9hamng/s1600-h/DSC00030.JPG">

en ég er farin að sofa-á mér ekkert líf fyrst að anna er komin með kæró!
-hulda rún bitra

þriðjudagur, október 23, 2007

bitch please!

ég er snúin aftur, svona er þetta með frammhjáhöld maður kemur alltaf aftur skríðandi með skottið á milli lappanna!
maður girnist það óþkkta, maður vill það sem maður getur ekki fengið og það mun seint breitast.
eða svona er þetta allavega í mínu tilfelli ég vil það sem ég get ekki fengið og um leið og ég fæ það er það ekki spennandi lengur, útaf þessum skemmtilega galla er ég eiginelga bara hætt að vilja hlutina, ég vil komast sem næst þeim og hætta þá, þá heldur löngunin og gamanið áfram án þess að áhugaleysið komi til staðar!
síðustu helgi ákvað ég að brjóta upp hversdagsleikann og skellti mér suður í borg óttanns á airwaves, ég verð að segja að þessi helgi var einsog að hafa borðað hafragraut á hverjum morgni í ár og fá svo alltíeinu svínahamborgarahrygg ég get ekki lýst þessari skemmtun og þetta hafi allt getað átt sér stað á abra einni helgi, en svo kemur það erfiða-að byrja að borða hafragrautinn aftur!
ég ætla ekki að hafa þetta lengur að sinni heldur snúa mér að Freud... samkvæmt honum er ég samt með reðuröfund!
hulda rún