föstudagur, júní 30, 2006

laga til-hlakka til

já nú er klukkan 4 mínútur í 5 og ég sit og blogga bráðum fara stelpurnar að vakna í vinnuna hver veit nema ég verði ennþá að blogga?
en já þar sem að ég er alltaf að vinna kvöldvaktir eiginlega er ég gjörsamlega búin að snúa sólarhringnum við! vaki alltar nætur alveg fram undir morgun og sef svo til svona 1 eða 2 jafnvel fæ mér eitthvað að borða horfi á sjónvarpið og fer svo í vinnuna, þvílíkt stuð líf!
en þegar ég kom heim úr vinnunni í kvöld ákvað ég að vera dugleg fyrst að ég gat ekki sofið og tók til í húsinu! þá meina ég taka til taka úr vélinni setja í vélina moppa, skúra, þurka af, hengja út, setja í þvottavél+hanþvo helling! já svona get ég verið dugleg, svo lýtur líka allt útfyrir að ég þurfi að slá lóðina á morgun:/
en annars ætla ég að enda þetta skemmtilega blogg á smá tilhlökkunar lista!
-mamma og pabbi eru að koma heim
-anna er að koma heim
-hitta alla
-spjalla
-slúðra
-hlægja
-grilla
-gráta(af gleði þegar ég hitti önnu)
-hafa einhvern til að tala við heima
-þurfa ekki að gera allt sjálf
-fá gjafir:)
-fá frí 4,5 og 6
-hanga á bláu könnunni hjá önnu
-fara til spánar:)
-fá sísí aftur heim
-vera öll fjölskyldan á akureyri í vetur
-vinna í vandamálum
-vera glöð
já þetta er nóg í bili ég held ég reyni að sofna!
-hulda rún

bara 4 dagar þangað til ég hitti þetta beib!

fimmtudagur, júní 22, 2006

myndavesen

já ég er alltaf jafn óheppin með þessar blessuðu myndasíður en mér tókst að koma nokkrum myndum á netið svo hér koma nokkrar frá því skemmtilega kvöldi sem ég lýsti í síðasta bloggi;) vantar samt helling af myndum þetta eru bara nokkrar frá byrjun kvöldsins en þessi myndasíða vill ekki leyfa mér að setja inn fleiri myndir! en þetta er allavega eitthvað:)


sara gangster

omglol

the chicken dance

harpa í trylltum dansi

ójá

linda og bjartmar kíktu í heimsókn

alveg að missa sig í gleðinni

aðeins of spennt

babeh

kreisí systur

vafasamar

tal-andi

sætu flón

svalar

svalari

svalastar!

frekar sjúskuð

gleðipinnar

hey þú!

glaða harpa

björg í bíl

hress björg í bíl!

já ég set inn meira þegar myndasíðan leyfir;)
-hulda rún

sunnudagur, júní 18, 2006

girls just wanna have fun

helgin já? ég veit ekki hvað segja skal vann 12 tíma á 17. júní og ég héllt ég myndi láta lífið! ekki drekka og skera þig á glerbrotum daginn fyrir 12 tíma vakt á stórhátíðardegi!
já ég er mjög miskilin manneskja! atvik helgarinnar var án efa þegar ég og gulli læstum okkur inni á kvennaklósetti til að taka glerbrot úr löpinni á mér og fólk miskildi það svona rosalega! þannig já ef þú hélst eitt þá já nú veistu annað.... góð hulda!
um helgina var ég auli á föstudegi og fékk að heyra það á laugardegi það er ávallt gaman
á morgun er ég í fríi og mamma og pabbi ætla að yfirgefa mig svo hver veit nema ég finni mér tíma og hendi inn myndum!
-hulda

föstudagur, júní 16, 2006

mánudagur, júní 12, 2006

i'm in love with your brother....

já góðann daginn!
í dag tók ég ákvörðun... veit ekki alveg hvað mér finnst um hana ennþá en maður verður víst að taka stórar ákvarðanir annað slagið...
lífið fer ekki alltaf einsog maður bjóst við og stundum klikkar formúlan! það þarf ekki að vanta nema eitt hráefni og þá er uppkriftin ónýt! heilu tímarnir af bakstri til einskyns...
en svona er lífið einsog veðrið kemur sífellt á óvart! stundum á góðann hátt og stundum tjaa... ekki alveg jafn góðan!
annars er ég farin að kveðja vin!
-hulda rún

þriðjudagur, júní 06, 2006

killer in the dark

mér líður einsog ég sé í rússneskri spennumynd þar sem að ég er í kapp við tímann hver mínúta sem líður þýðir styttra í prófið og minni tími til að sökkva i sig þekkingu tiktak tiktak það styttist í dauðadóm stress og kulda of hraðann andadrátt og skjálfta! tennurnar glamra í takt við kaffiglasið og orkudrykkir fljóta um allt, og tíminn styttist!
framhald síðar
-hulda rún

sunnudagur, júní 04, 2006

how to love, don't ask me....

-orkudykkir
-kaffi
-tónlist
-lesa
-glósa
-sofa
-dalvík
-ís
-grey's anatomy
-sitja á klöppum
-stress
-andvaka
-keyra
-hlægja
-gleyma
-mygla
-leiðast
-tengja skartengi
-brokeback mountain
-dreyma
-syngja
-hulda rún stefánsdóttir