miðvikudagur, janúar 31, 2007

kiskis

sælir lesendur góðir/slæmir
já nú er komið að því eftir að hafa vælt í pabba í 14 ár er ég loksins að fara að fá kettling! en þar sem ég er óákveðnasta manneskja í heiminum get ég ómögulega valið nafn! svo að ég vil endilega að þið sem lesið þetta komið með uppástungu af nafni´, annars mun hann mjög líklega bera hið vfallega nafn kisi!
annars bara allt sæmilegt í fréttum reyndar er stundataflan mín hóra! en ég er vön þeim svosem
allavega endilega komiði með eitthvað gott nafn!
-hulda

þriðjudagur, janúar 30, 2007

forward and reverse

nýungagirni-hvenær er maður orðinn of nýungagjarn?
gott dæmi um þetta, þegar maður notar blogspot.com getur maður nú valið um að vera "old blogger" eða "new blogger" og ég hef alla mína bloggtíð verið í oldblogger og það hefur bara reynst mér skrambi vel een auðvitað varð ég að prófa þetta new blogger því að það var nýtt og þar af leiðandi betra ekki satt?
nei ekki svo satt þetta new bloggar er ekki alveg að gera sig finnst mér og í rauninni hefði ég bara átt að halda mig við "old blogger" þá fór ég að pæla afhverju held ég alltaf að allt verði betra ef ég bara breiti aðeins til og ég veit að ég er ekki ein um þetta bara smá tilbreiting og allt verður betra, kannski hver veit en spurningin er hvað lengi. þegar nýja brimið (?) er farið er þetta fer þetta þá ekki bara á dálk með öllu hinu gamla "dótinu"? manni líður kannski vel í smá stund en svo fer þetta allt í gamla farið og það vantar eitthvað annað nýtt eða manni fer jafnvel að langa aftur í eitthvað gamalt? hvað gerir maður þá það er víst ekki alltaf hægt að fá til baka það sem maður er búinn að henda í burtu
út í allt aðra sálma, hvað ætli ákvarði hver lendir í hverri fjölskyldu? afhverju ætli ég hafi lent hérna en ekki í einhverri indverskri konunggsfjölskyldu eða hjá fátæklingum í brasilíu? já þetta er eitthvað til að hugsa um en ég er nú mjög sátt við að haf lent hjá minni fjölskyldu verð ég að segja get ekki kvartað.... þó ég væri auðvitað ekkert á móti því að búa til dæmis í kaliforníu eða brasilíu...



þessi grey....
-hulda rún

fimmtudagur, janúar 25, 2007

rugl

ég horfði á pólland-ísland
ég vildi óska að ég hefði sleppt því þetta var ólýsanlega ósanngjarnt!
hvaða menn voru þetta í svörtu búningunum?
-hulda rún

laugardagur, janúar 20, 2007

tell me why....

ég er búin í prófunum byrjaði í fyrradag og var búin í gær, svo að nú er ég komin í næstum því 2 vikna frí, hreinlega veit ekki hvað ég á af mér að gera.
ákvað að fagna prófalokunum í gær og skellti mér í afmæli hjá ingó og oddi og svo á capone og það var bara fínt, reyndar einsog alltaf bara.
Ég fór í strætó í dag í fyrsta skipi í mjög langan tíma, ég var eiginlega bara pínu spennt hef ekki farið í strætóferð síðan ég fékk bílpróf svo þetta var pínu gaman til að byrja með en vá ég var örugglega svona 20 mínútur að komast heim.
já þetta er án efa skemmtilegasta blogg sem skrifað hefur verið.

dagurinn er buin að vera alveg svona hress!
eeen já set jafnvel inn myndir frá gærkvöldinu við tækifæri anna var ansi ofvirk á myndavélinni
-huda rún

fimmtudagur, janúar 18, 2007

óóó próf....(sungið við lagið á sjó)

olá lindos/lindas....
ég er hinn típíski námsmaður... og enn fremur er ég hinn típíski námsmannabloggari!
klukkan er 00:27 og ég er að fara í próf á morgun, ástæðan fyrir því að ég er enn vakandi, en ekki svífandi um á bleiku skýi étandi sykurpúða í draumalandi þar sem rignir ferskum ávaxtasafa og franskar eru megrandi, er sú að ég kann ekki nógu mikið og því ákvað ég að læra. En þarsem það er ekkert svo rosalega gaman að læra þá ákvað ég að skrifa smá pistil(því að það er svo spaugstofu fyndið og glymrandi gaman) og svo reynir maður meira að segja að koma sökinni af sjálfri sér og segja æi þetta er ekki fyrir mig þetta er fyrir fólkið-les-endurnar sem bíða spenntir og blóðþyrstir eftir nýju bloggi, við erum sko að tala um heilar 5 skoðanir við síðasta blogg þetta er án efa heimsmet!
annars vil ég bara mæla með hinni frábæru bók operative orphopädie und traumatologie
gangi ykkur vel í prófunum (ma-ingar) og í lífinu bara yfir höfuð! aumingja billy!
-hulda rún

einu sinni var lífið gott!


einu sinni var ég líka voða fyndin!
já einu sinni var blogg kemur eftir prófin
thank you for listening to...
goodbye said the hero in the story...
i always cry at endings....

þriðjudagur, janúar 16, 2007

prof

já nú fara prófin loksins að byrja hjá mér, og já það svona vottar fyrir stressi!
ég tók svefntöflu áðan til að reyna að sofna hún er ekki mikið að virka, held reyndar að hún hafi fest í hálsinum á mér svo nú er hann sofandi en allir aðrir líkamspartar glaðvakandi að leika sér í tölvunni einsog ekkert sé sjálfsagðara.
annars leggjast þessi próf ekki alveg nógu vel í mig þetta er bara lltof mikið efni í sögu og þýska er bara þýska og við eigum ekki samleið annars var ég að spá í að skella inn nokkrum myndum fyrst að ég get ekki sofnað

ég og anna í "denn"

sandra frekja

stuð í vinnunni

magga magg

afmælisbörn

myndarleg

drukknar

halló halló

þau

og þær

ó svo full

svipað ástand hér

stuð

apar

vinkonur við erum vinkonur tvææær

átti að vera mynd af arnrúnu en endaði sem mynd af agli þó akki agli ólafssyni

falleg hnáta

myndarlega systir mín

anna háaeff

vodkateiti

þar var dansað!

diskó friskó

glaðar píur

lífið er gott

skötuhjú

hvað gerðist?
ekki meira í bili hálsinn er farin að svæfa aðra líkamsparta...
-hulda-hálsinn

mánudagur, janúar 15, 2007

breytingar


sandra og ég í 2-f

og svo ári seinni

við höfum ekkert breyst er það?
-hulda

föstudagur, janúar 12, 2007

myndablogg dududu

svöl á spáni 2003 í sokkum og peysu það var óspart gert grín að mér

ég héllt að ég væri orðin svo stór og gáfuð þegar ég varð 17 ó hvað eg vissi lítið!

3 mjögsvogóð vinkonur á 17 ára afmælisdaginn minn

mín fagra vinkona

góður sigur!

þriðjudagur, janúar 09, 2007

2006

goti ársins


anna haff með "glóðuraugað"?

sandra þegar hún fékk eftirminnielga sýkingu í augun?

ég eftir klippingu?

já er hreinlega að spá í að gerast goti!
-hulda

laugardagur, janúar 06, 2007

draumórar?

draumórar


hví get ég ekki verið karakter í bíómynd... allt auðvellt og gaman... svo þegar allt er ömurlegt og erfitt þá bara CUT! og taka pásu!
mig langar að flytja til new york og ferðast með gulum taxa allt sem ég fer vinna við eitthvað sem ég elska taka með 2-3 vinkonur eiga símsvara og milljón pör af hælaskóm, eldrauðan varalit og sumarkjóla!
eyða deginum í að versla og kvöldunum í að skemmta mér... borða heimsendan kínamat alla daga og fá mér permanet, kaupa mér apple fartölvu og sitja á kaffihúsi allan daginn og skrifa.. þó ekki ljóð það væri of rómó!svo ef ég fæ leið á þessu öllu saman þá er það bara helgi í parís!
nei bíddu er ég búin að horfa of mikið á sex and the city? eða er þetta að fara að gerast hver veit?
i'm in a new york state of mind....

kv. frúin í new york!

já þetta skemmtilega blogg var það fyrsta sem ég skrifaði á þessa myndarlegu síðu, ég fór svona aðeins að spá í þetta og sumt er barasta búið að rætast eða um það bil að fara að rætast ég er reyndar ekki karakter í bíómynd (ennþá) en ég á alveg helling af hælaskóm nokkra sumarkjóla og fallegan rauðan varalit ég er að fara að búa í danmörku með 3-4 vnkonum næsta sumar, hver veit nema ég jafnvel fái mér símsvara? kvöldunum hef ég hugsað mér að eyða í skemmtun og dögunum í vinnu, jafnvel fá mér permanett og apple tölvuna góðu á ég nú þegar svo ekki verður erfitt að skreppa á kaffihús, og helgi í parís segiði? ég er að fara til london og róm um páskana róm-parís kartafla kartofla.
já ég held þetta sé nokkurn vegin hið ljúfa líf!
-hulda rún

þriðjudagur, janúar 02, 2007

gamalt og gott

já hvernig væri að koma með eitt almennilegt blogg einsog í gamla daga?
var að skoða gömlu síðuna mína og ákvað að lesa allar færslurnar (ég á mér ekki líf) og komst að því að þá var ég það sem maður kallar alvöru bloggari! bloggin voru skemmtileg, kaldhæðin og jafnvel hnyttin á köflum. Suma daga var ég geðill og pirruð og aðra var einsog ég væri nýkomin af everest. Oft mátti sjá myndir þá er ég að tala um fyndnar myndir sem áttu vel við frásögnina.
eeen anyways(alltaf langað að vera nógu kúl til að segja þetta) þá eru jólin senn á enda guði sé lof! og nýja árið gengið í garð með pompi og pragt! áramótin voru... já hvað voru þau? ég er hreinlega ekki viss þau voru undarleg ég á allavega án efa titilkvöldsins fyrir að detta oftast byrjaði á að velta stórfenglega niður gilið (note to self: ekki fara aftur í brúnu stígvélin í hálku) og svo héllt ég áfram að detta það sem eftir var kvölds eða nætur réttara sagt.
svo klukkaa að verða 7 á nýársmorgun ákváðu 4 galvaskar ungar dömur að framkvæma loksins hina snilldaráætlun mission R við röltum hressar í bragði í átt að bryju staðráðnar í að skapa hinn mikla bryjar, allt var þetta planað og R-ið á sínum stað undir hvítu bjöllunni, leiðin var skemmtileg, við röppuðum, hlógum og stálum eitt stykki blómapotti sem varð fínasti hattur. en þegar á leiðarenda var komið kom smá babb í bátinn, límbandið var ekki nógu gott og héllt því ekki R-inu stóra.
Eftir mikið erfiði og púl kom allt fyrir ekki og við neyddumst til að fresta mission R.
Já við vorum bugaðar en við snérum galvaskar aftur fyrsta kvöld ársins og kláruðum verkið hér má svo sjá afraksturinn góða...

harðari en stál í bleikum náttbuxum

til í hvað sem er

minntist einvher á mission?

þú heyrðir rétt!

brynjar-ís fyrir fullorðna

ánægðir krimmar

eeen ég er farin að sofa meira af þessu seinna
hulda rún