nýungagirni-hvenær er maður orðinn of nýungagjarn?
gott dæmi um þetta, þegar maður notar blogspot.com getur maður nú valið um að vera "old blogger" eða "new blogger" og ég hef alla mína bloggtíð verið í oldblogger og það hefur bara reynst mér skrambi vel een auðvitað varð ég að prófa þetta new blogger því að það var nýtt og þar af leiðandi betra ekki satt?
nei ekki svo satt þetta new bloggar er ekki alveg að gera sig finnst mér og í rauninni hefði ég bara átt að halda mig við "old blogger" þá fór ég að pæla afhverju held ég alltaf að allt verði betra ef ég bara breiti aðeins til og ég veit að ég er ekki ein um þetta bara smá tilbreiting og allt verður betra, kannski hver veit en spurningin er hvað lengi. þegar nýja brimið (?) er farið er þetta fer þetta þá ekki bara á dálk með öllu hinu gamla "dótinu"? manni líður kannski vel í smá stund en svo fer þetta allt í gamla farið og það vantar eitthvað annað nýtt eða manni fer jafnvel að langa aftur í eitthvað gamalt? hvað gerir maður þá það er víst ekki alltaf hægt að fá til baka það sem maður er búinn að henda í burtu
út í allt aðra sálma, hvað ætli ákvarði hver lendir í hverri fjölskyldu? afhverju ætli ég hafi lent hérna en ekki í einhverri indverskri konunggsfjölskyldu eða hjá fátæklingum í brasilíu? já þetta er eitthvað til að hugsa um en ég er nú mjög sátt við að haf lent hjá minni fjölskyldu verð ég að segja get ekki kvartað.... þó ég væri auðvitað ekkert á móti því að búa til dæmis í kaliforníu eða brasilíu...
þessi grey....
-hulda rún
Engin ummæli:
Skrifa ummæli