sunnudagur, desember 24, 2006

i still love the beatles

jólin að koma? bíddu var ekki sumarið að byrja? eða skólinn að enda, var ég ekki að koma frá spáni? og hvenær hætti ég a leika mér í barbie? hvenær hætti ég að fnna fyrir jólaskapinu og hvað varð um haustið?
tíminn líður hratt á gervihnattaöld? já svo sannarlega vá hvað þessi blessaði tími er að flyta sér áður en ég veit að verð ég komin með börn og buru( eða kannski bara börn þar sem ég hef ekki ennþá áttað mig á hvað bura er?) en svona í alvörunni talað ég er farin að hafa virkilegar áhuygjur af þessu öllu saman! tíminn líður óhugnalega hratt og við þurfum að gera allt sem á okkar valdi stendur til að halda í við hann! sérstaklega þar sem að ég kvíði rosalega fyrir að eldast, það er minn versti ótti (ohh i want to be forever young) það er bara eitthvað við það sem hræðir mig, ábyrgðin, vinnan, börnin?, og svo ég tali ekki um að verða gömul gömul! een ætli maður verði ekki að hugsa einsog Einstein-"I never think of the future. It comes soon enough.
en ég vil bara óska öllum gleðilegra jóla og gleðilegs nýs árs(þó það verði örugglega liðið áður en við vitum af) takk fyrir allt gamalt og gott og sjáumst hress á nýja árinu og vonandi eitthvað það á milli!
-hulda rún-sem fékk í skóinn

fimmtudagur, desember 14, 2006

ég...

...er þreytt samt fer ég ekki að sofa
...er pirruð en samt brosi ég
...er södd samt borða ég
...er full samt drekk ég
...er dauð samt lifi ég
...er sofandi samt vaki ég
...er búinn samt held ég áfram
...er glöð samt græt ég
...er bara óvenjulega venjuleg stelpa
í svefngalsa
-hulda rún

þriðjudagur, desember 05, 2006

skammdegisþunglyndi

ég sakna sumarsins þó svo að þetta sumar hafi bara verið einsog hvert annað sumar var samt eitthvað sem gerir það frábrugðið.
-mig langar að upplifa aftur vikuna þegar anna kom heim
-mig langar aftur að sitja útá palli fallegt sumarkvöld umvafinn teppi og hlusta á tónlist
-mig langar að hlægja aftur að fólki sem brýtur óvart bílrúður.
-mig langar að fara aftur í roadtrip með önnu til egilsstaða.
-mig langar aftur að liggja í grasinu á hlusta á sigurrós og horfa á hraundranga.
-mig langar aftur að fara til spánar og hanga með önnu, luco og danilo langt fram á morgun og horfa á sólarupprásina!
-mig langar aftur til spánar og hitta casio, luco, danilo, ali, alex, anchel og jafnvel jesus.
-mig langar aftur í stelpupartyið um verslunamannahelgina.
-mig langar aftur að fara í sumarkjól setja upp sólgleraugu og fara í bíltúr útí sveit með stelpunum.
-mig langar aftur að vakna klukkan 2 á spáni eftir að hafa komið heim kl 9 og byrja daginn á bjór
-mig langar aftur í langar samræður við svölu yfir bjór og meðví útá svölum hah
-mig langar aftur að hlakka til að sjá fólk sem kemur frá útlöndum







...ó hvað mig langar
-hulda rún