miðvikudagur, september 09, 2009

the show must go on

já enn eina ferðina hef ég ákveðið að kveikja líf í fríðu gömlu og reyna að blogga smá, það er kannski loksins ástæða til þess þar sem ég hitti vini mína ekki daglega og hef þá ef til vill eitthvað að segja.
annars er ýmislegt í fréttum, ég er bara að vinna á amour þessa dagana og safna pening þar sem að eftir aðeins 82 daga mun ferðalagið ógurlega hefjast. En fyrir þá sem ekki vita, sem eru eflaust fáir þá eru ég og Anna Guðrún að fara í bakpokaferðalag um suður Ameríku og er undirbúningur nú þegar hafinn, ég er búin að fara í bólusetningu og við erum búnar að fjárfesta í flugi sem var svo sannarlega ekki ódýrt, þökk sé ömurlegu gengi krónunnar.
Við fljúgum sem sagt frá Keflavík til Boston og svo frá Boston til Líma í Perú, við ætlum að byrja á að skoða Matchu Piccu incatrailið í Perú, og stefni ég því á að reyna að labba upp á súlur á næstunni svo ég detti ekki niður dauð á fyrsta degi.
Ferðinni er svo heitið til Chile-Arentínu-Paragvæ-Brasilíu-kannski Kólumbíu og svo ef peningar leyfa upp panamaskurðinn alveg að MExíkó og fljúga svo þaðan til New York og þaðan heim aftur.
Já þetta hljómar verulega spennandi en málið er bara að líf mitt í dag gæti ekki verið minna spennandi, það er enginn eftir á Akureyri þetta er orðinn hálfgerður draugabær og ég á mér ekkert líf sem er einmitt ástæðan fyrir því að ég er farin að blogga aftur eftir góða 8 mánaða pásu.
Líkt og glöggir lesendur hafa kannski tekið eftir er líka kominn nýr playlisti og er þetta svo kallaður nostalgíu playlisti með fullt af lögum sem ég eitt sinn elskaði (og geri enn)
ég ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni, ætla að fara að gera eitthvað ýkt spennandi hérna á eyrinni, get t.d. skellt mér í keilu, nei bíddu ég á enga vini og ég er ömurleg í keilu! helvítis Akureyri!
en ég er hætt að væla styttist í að Linda komi norður í heimsókn og svo eru bara 9 dagar þangar til að ég fer suður! :)<--(broskall)
hiphopalula...
Hulda Rún

það styttist

miðvikudagur, janúar 21, 2009

coffee and cigarettes

þá er þessi blessaða próftíð loksins búin, hún gekk bara vel fyrir utan prófið í dag sem var vægast sagt ömurlegt!
en það þyðir ekki að gráta yfir því, er komin í vikufrí sem ég veit engan veginn hvað ég á að gera við, er búin að liggja og teikna og hlusta á tónlist í allann dag, hafði svo loksins tíma til að lesa nýja vogue og nýja i-D, fátt betra en að liggja, hlusta á tónlist og skoða vogue!
annars langar mig í kærasta í fyrsta skipti í langan tíma, vantar einhvern til að liggja með mér og spjalla meðan ég teikna eða les, bíð ennþá eftir "the one" eftir að hafa lesið allar þessar ástarsögur, horft á allar þessar bíómyndir og þætti og hlustað á alla þessa tónlist neita ég að trúa að hann sé ekki þarna einhvers staðar! ætla að verða hopeless romantic aftur eins og í 10.bekk komin með leið á því að vera svona cinical og kadhæðin, það er komin tími á breytingar!
en ég ætla að halda áfram að skoða i-D MA-ingar njótiði frísins og þið hin...

á eftir að bíða lengi eftir þessum-en það verður þess virði
lov
Hulda Rún

þriðjudagur, janúar 13, 2009

presenting the fabulous

jæja þá er ég enn einu sinni árinu eldri, samkvæmt facebook allavega, fæddist reyndar klukkan 03:02 svo það eru næstumþvi þrír tímar í að ég þurfi að viðurkenna það að vera orðin 21
annars gekk heimspekin bara vonum framar og ég er í óðaönn að reyna að undirbúa mig fyrir landafræði, brjálað að gera!
því verður þetta blogg ekki lengra að sinni, það hefur bara verið hefð að blogga á afmælisdaginn!

rosalega væri ég til í einn svona í tilefni afmælisins (og lögdrykkjualdurs í USA)
love
Hulda Rún (gamla)

sunnudagur, janúar 11, 2009

expectations

jæja komið að enn annarri andvaka og komin með nóg af heimspeki færslu.
það styttist og styttist í afmælið, og ég er í óða önn að leita að gráu hári og bíða eftir fyrstu hrukkunni, fann reyndar eitt grænt um daginn, er búin að vera svo mygluð undanfarið að ég héllt í smá stund að ég væri virkilega farin að mygla, en é ákvað að þetta væri bara málning og held mig við þá sögu.
annars byrjaði ég áðan að horfa á one tree hill, (fékk alveg nóg af heimspekinni) þetta voru einmitt mínir uppáhaldsþættir hérna í denn, þegar ég var í 10. bekk og fyrsta í MA það er að segja voru one tree hill og o.c. líkt og gossip girl er í dag, maður beið alla vikuna eftir nýjum þætti og svo enduðu þær alltaf jafn spennandi, ég verð að viðurkenna að þegar ég var 16 ára fékk ég meiri fiðrildi í magan og lifði mig voðalega inní þetta, en svo fannst mér þættirnir dala eftir að ég varð eldri og datt að lokum alveg útúr þessu, ætlaði svo alltaf að horfa á nýju seríurnar þar sem 4 ár eru liðin en lét aldrei verða að því. En hvað gerir maður ekki í prófum svo ég ákvað að horfa á fyrsta þáttinn í 5 seríu og varð alve hooked, þetta er sko gamla góða one tree hill! og það besta er að þau eru akkúrat tuttugu og eins líkt og ég verð eftir ekki á morgun heldur hinn! reyndar lifum við aðeins öðruvísi lífi en ég meina ég hef ár til að gefa út skáldsögu, gerast kennari, hanna mína eigin fatalínu eða lenda í hjólastól, bíðiði bara.
annars er fátt að frétta heimspekin gengur hægt en gengur þó, ég er farin að telja niður dagana í að þessi próf verði búin! en það er allavega eitt gott við mánudaginn, þá eru bara þrjú eftir!
en jæja ætli það sé ekki tími til komin að reyna að sofna, jafnvel yfir einum one tree hill....

það sem ég var skotin í þessum í 10. bekk!
góða nótt
Hulda Rún

fimmtudagur, janúar 08, 2009

my delusions

önnur færslan í dag? hin var reyndar skrifuð síðustu nótt sem var dagur hjá mér.
fór reyndar og talaði við lækni í dag þannig að ég er nýbúin að taka svefntöflu og róandi svo ef ég sofna ekki að því þá gef ég upp alla von um svefn á næstunni! vona samt að ég sofni ekki í miðri færslu, ef þetta er einsog í bíómyndunum er aldrei að vita, en ég hf nú komist í raun um að hlutirnir eru svo sannarlega aldrei einsog í bíómyndunum, þó svo að líf mitt hafi verið líkast sápuóperu um daginn.
ég var verulega dugleg að læra heimspeki í dag og náði virkilega að læra eitthvað, þoli bara ekku hvað ég missi alltaf einbeitninguna eftir vissan tíma, en ég hef nú ennþá 3 daga til að læra svo ég er ekkert að stressa mig (right).
annars er ég farin að hlakka verulega til eftir þessi próf ég fer í næstum því 10 daga frí sem hljómar alveg einstaklega vel núna, aldrei að vita nema ég bjóði stelpunum í mat í tilefni að því að við eigum allar afmæli í janúar nema ein í byrjun febrúar sem erum hérna á Akureyri.
ég er komin með enn eitt áramótaheitið, ég ætla að fara að lesa meira, ég les reyndar mikið miðað við flesta en samt lítið miðað við hvað ég las allta mikið, þannig að núna ætla ég að hætta að fylgjast með þessum milljón þáttum sem ég er að horfa á á netinu og fara oftar á bókasafnið, sá reyndar mér til mikillar gleði að það er verið að gera mynd eftir eina af mínum uppáhaldsskáldsögum, draumaveröld kaupalkans, ég get ekki beðið eftir að hún komi í bíó!
ég er mjög mikið í því að vaða úr einu í annað í þessum bloggum mínum, en í dag sofnaði ég í svona 2 tíma, enda svaf ég ekkert í nótt, og þá dreymdi mig að ég hitti strák og hann var "the one" og þetta var einsog í bíómynd svaka rómó o ég fékk ótrúlegt en satt ekki klígju fannst þetta bara allt voðalega gaman, held að ég, anna, sandra og þórgnýr höfum talað of mikið um notebook (skrifaði fyrst facebook) í gærkvöldi.
en ég ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni er ótrúlegt en satt orðin frekar þreytt, þetta dóp er eitthvað að virka held að fæturnir á mér séu sofnaðir.

p.s. svona var draumurinn
kys&kram
Hulda Rún

almost famous

ég held ótrauð áfram í þessari bloggmaniu minni.
dagar mínir eru líka alveg með eindæmum innihaldsríkir, reyni að læra, sef alltof mikið á daginn þar sem ég sef ekkert á nóttunni og svo hugsa ég alltof mikið um lífið eftir MA.
Annars var þetta agætisdagur, ég lærði heimspeki, bjó til ramma og er komin í kanaklúbb, semsagt 4 manneskjur, nei 5 sem hittumst og spilum kana á karó á þriðjudögum, getur ekki klikkað.
Ég að velta fyrir mér hvað er það með prófatarnir að mig fer að langa að gera alveg ótrúlegustu hluti, allt í einu spretta upp hin og þessi áhugamál sem ég vissi ekki einu sinni að væru til staðar, allt í einu langar mig í langa göngutúra með tónlist í eyrunum, mig langar að horfa á allt mögulegt, mig langar að fara yfir dótið í hillunum mínum mig langar að laga til í tölvunni minni og síðustu nótt las ég actually allar blogfærslur sem ég hef skrifað á þessa blessuðu síðu. Svona er þetta samt reyndar alltaf í prófunum og það fyndna er að mig langar meira að segja að læra undir öll prófin sem ég er að fara í nema prófið sem ég er að fara í fyrst, þetta var undarleg setning.
annars er farið að styttast ískyggilega mikið í að ég verði 21, tuttuguogeins, enogtyve, einundzwansig.... já þetta hljómar ekki vel, og þá sérstaklega ekki á þýsku!. Mér fynnst ég bara allt í einu orðin svo gömul, ég meina 20 ára það er ekki neitt en 21 tsss það hljómar ekki vel.
rosalega er ég tóm eitthvað, var búin að gleyma hvað það er krefjandi að blogga, maður þarf alltaf að hafa eitthvað að segja, hugsaði einmitt með mér þegar ég var að renna yfir gömlu færslurnar mínar í gær "rosalega hafði ég alltaf mikið að segja" ég var alveg hörku bloggari á mínu yngri árum, fékk líka alveg ágætis nostalgíu þegar ég var að lesa þetta, fór að hugsa um 2-f alla góðu tímana, hlátursköstin í stærðfræði þar sem valdís hugsaði oft um að drepa okkur og bað mig oftar en ekki vinsamlegast að fara fram og jafna mig og koma ekki inn fyrren ég treysti mér til. Alla rúntana a Bjögga þar með talið handbremsubeygjurnar, elvis áreksturinn, klappið, fjallaferðina góðu, gangstah rúntinn og auðvitað bakklyktina! ég held að af öllum mínum árum í MA eigi ég flestar minningarnar úr 2-f þetta ár var bara með eindæmum fyndið, ástarbréfin frá möggu magg eftir að hún líkti mér við Gommann, kárahnjúkafyrirlesturinn okkar þar sem lá við að þorlákur púaði á okkur, fyrirlesturinn um fjalla-eyvind, "er hægt að vera bara lamaður fyrir ofan mitti?", "vá sandra ég var nýsofnuð" sagt alltof hátt í sögu hjá SÓ, blikk frá Margréti og klúrar athugasemdir frá Söndru sem var þá nýflutt hinum megin við línuna. Já þetta voru svo sannarlega góðir tímar.
ætla að enda þetta á nokkrum (eða einni ef ég þekki tölvuna rétt) myndum frá 2-f

Sandra, Sverrir og Reginn á capone þegar hann var og hét

heitar gellur

myndin sem átti að vera af fulla tunglinu

við vorum náttúrulega bara ómótstæðilegar

sandra var ávallt sæt í Bjögga

þessi líka

einnig sumarið eftir 2. bekk

verulega ölvuð í 2 manna vodkateiti, einn fleygur á mann

auður, sara og ég í þema bekkjarteiti

hot stuff

sumarið eftir 2. bekk reyndar

ég og sandra
jæja þetta er komið gott í bili ætla að halda áfram að lesa í heimspeki
venlige hilsen
Hulda Rún

miðvikudagur, janúar 07, 2009

bigmouth strikes again

þrátt fyrir litlar undirtektir hef ég ákveðið að gefast ekki upp enn eina ferðina (p.s. Anna þú varst búin að lofa að kommenta, bíatts).
klukkan er akkúrat 07:19 og ég er ekki ennþá sofnuð, ég snéri sólarhringnum við á gamalárskvöld og hef ekki ennþá náð að snúa honum við aftur, í dag er samt þriðja tilraun, allt þegar þrennt er ekki satt?
annars er ég nokkurnveginn búin að ákveða hvað ég ætla að gera þessa þrjá mánuði sem ég var að ræða um í síðasta bloggi, já ég er fljót að taka ákvarðanir og verða ofurspennt yfir hlutunum. En planið er allavega núna að fara suður með Önnu Haff, hún ætlar í iðnskólann og ég ætla að vinna þangað til ég fer út, ég get vægast sagt ekki beðið við vorum liggurvið farnar að plana hvað við ætlum að kaupa í íbúðina og hver sefur hvar svo spenntar vorum við.
rosalega verður samt skrýtið eitthvað að flytja að heiman, ég er þetta týpíska ofverndaða(dekraða) yngsta barn, ég hef aldrei sett í þvottavél, fæ þvottinn ennþá samanbrotinn inná rúm og ég kann ekki einu sinni á nýju uppþvottavelina, sem er svona 2 ára, þetta verður lítið skref fyrir mannkynið en stórt skref fyrir mig!.
við ákváðum einnig stöllurnar í kvöld að breita aðeins lífsstíl, við höfum oft rætt þetta en nú held ég að við séum actually að fara að gera eitthvað í þessu, enda er komin tími til.
árið 2009 ætla ég að drekka minna, ég ætla að fyrirgefa fólki, ég ætla að finna sjálfa mig og ég ætla að vera samviskusöm.
ég hef á tilfinnungunni að seinni parturinn á þessu ári verði besti seinni partur á ári sem ég hef upplifað, það verður allt svo nýtt og spennandi, útskrifast (loksins), flytja að heiman, sakna mömmu og pabba, búa fyrir sunnan með önnu Haff, ferðast um suður ameríku með Önnu Guðrúnu, verður lífið eitthvað betra?
ég er ánægð með akvörðun mína um að byrja að blogga aftur, sérstaklega núna þegar ég er andvaka.
ég ætla að setja nokkrar myndir til að gera þetta ennþá betra.

ég og Tinna fyrir ári
af einhverjum ástæðum get ég ekki sett fleiri myndir svo það verður að bíða betri tíma
lifið heil
Hulda Rún

þriðjudagur, janúar 06, 2009

beautiful things

það er komin tími til að fara að blogga aftur, tískan fer í hringi-fyrst voru það bloggin, folk.is var aðalmálið, svo kom blocentral og þar á eftir bloggar.is síðan þróaðist þetta yfir í myspace og svo loks facebook. En ég held að það sé komin tími á bloggin aftur, ég er farin að sakna þeirra smá og ég get ekki hugsað mér betri tíma til að byrja aftur en í prófatörn.
ég og anna erum í óðaönn að skipuleggja ferðalag okkar um suður ameríku og ég get vægast sagt ekki beðið! er búin að vera að skoða myndir og láta mig dreyma um strendur brasilíu!

copacabana í rio þarna verðum við eftir ár
annars er ég að reyna að plana hvað ég ætla að gera frá 1. september til 1. desember verð helst að vera í vel launaðri vinnu og helst ekki á Akureyri er alveg komin með nóg af þessum stað, það er ein hugmynd að fara til danmerkur, enda mjög svo hagstætt að vinna þar núna en þá þarf ég náttúrulega að leigja og það er ekki ókeypis, en þetta mun allt koma í ljós á komandi mánuðum.
ég ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni, veitir ekki að fara að læra
Hulda Rún