miðvikudagur, janúar 07, 2009

bigmouth strikes again

þrátt fyrir litlar undirtektir hef ég ákveðið að gefast ekki upp enn eina ferðina (p.s. Anna þú varst búin að lofa að kommenta, bíatts).
klukkan er akkúrat 07:19 og ég er ekki ennþá sofnuð, ég snéri sólarhringnum við á gamalárskvöld og hef ekki ennþá náð að snúa honum við aftur, í dag er samt þriðja tilraun, allt þegar þrennt er ekki satt?
annars er ég nokkurnveginn búin að ákveða hvað ég ætla að gera þessa þrjá mánuði sem ég var að ræða um í síðasta bloggi, já ég er fljót að taka ákvarðanir og verða ofurspennt yfir hlutunum. En planið er allavega núna að fara suður með Önnu Haff, hún ætlar í iðnskólann og ég ætla að vinna þangað til ég fer út, ég get vægast sagt ekki beðið við vorum liggurvið farnar að plana hvað við ætlum að kaupa í íbúðina og hver sefur hvar svo spenntar vorum við.
rosalega verður samt skrýtið eitthvað að flytja að heiman, ég er þetta týpíska ofverndaða(dekraða) yngsta barn, ég hef aldrei sett í þvottavél, fæ þvottinn ennþá samanbrotinn inná rúm og ég kann ekki einu sinni á nýju uppþvottavelina, sem er svona 2 ára, þetta verður lítið skref fyrir mannkynið en stórt skref fyrir mig!.
við ákváðum einnig stöllurnar í kvöld að breita aðeins lífsstíl, við höfum oft rætt þetta en nú held ég að við séum actually að fara að gera eitthvað í þessu, enda er komin tími til.
árið 2009 ætla ég að drekka minna, ég ætla að fyrirgefa fólki, ég ætla að finna sjálfa mig og ég ætla að vera samviskusöm.
ég hef á tilfinnungunni að seinni parturinn á þessu ári verði besti seinni partur á ári sem ég hef upplifað, það verður allt svo nýtt og spennandi, útskrifast (loksins), flytja að heiman, sakna mömmu og pabba, búa fyrir sunnan með önnu Haff, ferðast um suður ameríku með Önnu Guðrúnu, verður lífið eitthvað betra?
ég er ánægð með akvörðun mína um að byrja að blogga aftur, sérstaklega núna þegar ég er andvaka.
ég ætla að setja nokkrar myndir til að gera þetta ennþá betra.

ég og Tinna fyrir ári
af einhverjum ástæðum get ég ekki sett fleiri myndir svo það verður að bíða betri tíma
lifið heil
Hulda Rún

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég reyndi að kommenta á síðustu færslu í gær en það vildi ekki koma! spurning hvort þetta muni koma....
en ég er alveg virkilega ánægð með að fríða sé lifnuð við, mjög sátt með það.
og vá ég er svo spennt fyrir planinu okkar! og ég er mjög ánægð með að vera loksins komin með semi-ákvörðun fyrir næsta árið.
sjáumst einhvern tíman á eftir...

Nafnlaus sagði...

ókei ég get sem sagt ekki skrifað undir nafni. bara nafnlaust...en þetta sem sagt var og er Anna Haff

Nafnlaus sagði...

hulda bloggvinur byrjuð að blogga nice. Góð áramótaheit hjá þér!

Lillz

Unknown sagði...

gaman að sjá að þú ert farin að blogga aftur :) auðvitað er þetta eina myndin sem vill koma inn enda um flottasta fólkið að ræða :)
ég mæli með því að læra að minnsta kosti á þvottavélina áður en þú flytur að heiman... og já kannski væri líka sniðugt að kunna að taka aðeins til ;) hhahhaha

Gangi þér vel í lærdómnum!
kv.
stóra sys

Arnrunt sagði...

mér finnst að inni í plani fyrir árið 2009 sé ferð til köben að heilsa upp á mig..jafnvel páskaferð ?
næs...sé þig þá, Arnrún

Nafnlaus sagði...

ú, elska nýtt blogg frá þér. Annars lýst mér mjög vel á planið. Suður Ameríka verður alveg frábær! og ef ég skildi líka fara suður get ég allavega leikið við ykkur:)
kv. Anna Guðrún