miðvikudagur, janúar 21, 2009

coffee and cigarettes

þá er þessi blessaða próftíð loksins búin, hún gekk bara vel fyrir utan prófið í dag sem var vægast sagt ömurlegt!
en það þyðir ekki að gráta yfir því, er komin í vikufrí sem ég veit engan veginn hvað ég á að gera við, er búin að liggja og teikna og hlusta á tónlist í allann dag, hafði svo loksins tíma til að lesa nýja vogue og nýja i-D, fátt betra en að liggja, hlusta á tónlist og skoða vogue!
annars langar mig í kærasta í fyrsta skipti í langan tíma, vantar einhvern til að liggja með mér og spjalla meðan ég teikna eða les, bíð ennþá eftir "the one" eftir að hafa lesið allar þessar ástarsögur, horft á allar þessar bíómyndir og þætti og hlustað á alla þessa tónlist neita ég að trúa að hann sé ekki þarna einhvers staðar! ætla að verða hopeless romantic aftur eins og í 10.bekk komin með leið á því að vera svona cinical og kadhæðin, það er komin tími á breytingar!
en ég ætla að halda áfram að skoða i-D MA-ingar njótiði frísins og þið hin...

á eftir að bíða lengi eftir þessum-en það verður þess virði
lov
Hulda Rún

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já takk hulda ég ætla sko að njóta frísins. Ljótt orð: frísins.
See you á morgun!
Við verðum drunk asa skunk

Nafnlaus sagði...

Ég hélt að þú værir búin að finna þann fullkomna ...eða allavega fullkominn fyrir mig ;)
...luv Sísí sem ætlar að hanga með þér allt fríið

Nafnlaus sagði...

anna haff: sammála með kærastadæmið eins og þú veist hehh
oooh þessi gæi! wouldn't kick him out of bed. hann er gordjöss

Nafnlaus sagði...

jáhallóheyrðu. hvar eru eiginlega bloggin þín sem eiga að vera hérna. ég er alltaf að skoða og skoða hvort það sé ekki komið nýtt;) nú, og svo er ég líka alltaf að koma hingað til að hlusta á playlistann þinn heheh. (sem reyndar virkar ekki í augnablikinu, það er ekki sniðugt)

Nafnlaus sagði...

Ég skil þig vel Hulda. Ég get spurt Hemma hvort það sé einhver á lausu í Hólminum? Svo er náttúrlega Óli, frændi hans Hemma á lausu. Hann er svaka gæji skal ég segja þér! Lætur mig bara vita, ég plögga þetta.

fridafraenka sagði...

ragga ég fer að blogga bráðum pinky swear baby

haha heiða, láttu hemma redda þessu ;)