þriðjudagur, desember 05, 2006

skammdegisþunglyndi

ég sakna sumarsins þó svo að þetta sumar hafi bara verið einsog hvert annað sumar var samt eitthvað sem gerir það frábrugðið.
-mig langar að upplifa aftur vikuna þegar anna kom heim
-mig langar aftur að sitja útá palli fallegt sumarkvöld umvafinn teppi og hlusta á tónlist
-mig langar að hlægja aftur að fólki sem brýtur óvart bílrúður.
-mig langar að fara aftur í roadtrip með önnu til egilsstaða.
-mig langar aftur að liggja í grasinu á hlusta á sigurrós og horfa á hraundranga.
-mig langar aftur að fara til spánar og hanga með önnu, luco og danilo langt fram á morgun og horfa á sólarupprásina!
-mig langar aftur til spánar og hitta casio, luco, danilo, ali, alex, anchel og jafnvel jesus.
-mig langar aftur í stelpupartyið um verslunamannahelgina.
-mig langar aftur að fara í sumarkjól setja upp sólgleraugu og fara í bíltúr útí sveit með stelpunum.
-mig langar aftur að vakna klukkan 2 á spáni eftir að hafa komið heim kl 9 og byrja daginn á bjór
-mig langar aftur í langar samræður við svölu yfir bjór og meðví útá svölum hah
-mig langar aftur að hlakka til að sjá fólk sem kemur frá útlöndum







...ó hvað mig langar
-hulda rún

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ahhhh góðir tímar.

Nafnlaus sagði...

Hvað segirðu langar þig ekki til að sitja á kaffihúsi og læra þýsku með systur þinni :)

Nafnlaus sagði...

æ mig langar í krullurnar mínar

Nafnlaus sagði...

ég skemmti mér svo vel í sumar!

Nafnlaus sagði...

heyrheyr