júú sæl!
ég ákvað að henda inn einni færslu svona í skammdegisþunglyndinu!
alltaf þegar ég tek þá stóru ákvörðun að skrifa eitthvað hérna, þá er það útaf því að mér finnst ég hafa svo ótal margt að segja en svo um leið og ég er búin að koma mér vel fyrir og loga mig inn þá dettur mér bara hreinlega ekkert í hug...
ég er reyndar með skemmtilegar fréttir, eða skemmtilegar fyrir mig en ekki endielga ykkur, ég er að fara til Englands eftir prófin í janúar í heila viku:D!! ég og anna fljúgum til London og verðum þar yfir helgina og tökum svo fjögurra tíma lest til Hull þar sem salka mun ná í okkur og við ætlum að vera með henni það sem eftir er af vikunni! ég get ekki lýst því hvað ég hlakka til!
svo eru aðrar ekki jafn skemmtilegar fréttir.. hver haldiði að hafi dottið og rústað tölvunni sinni? koma ekki margir til greina! en einsog ég spáði, þá er ég búin að eyðileggja tölvuna mína áður en ég borga síðustu greiðsluna-til hamingju ég!
en sem betur fer var hún tryggð svo ég er búin að vera að standa í tryggingaveseni í allann dag þar sem ég fór svona 10 sinnum í haftækni og 10 sinnum í vís og er að vonast til að fá pening svo ég geti keypt mér nýja frekar en að fá pening fyrir viðgerð þar sem það kostar 80.000kr að gera við hana og gæti tekið einhverja mánuði, og ég hef ekki einhverja mánuði.
svo er ég líka að fara að skipta um vinnu, fékk vinnu á gallup í dag svo ég ætla að ganga í lið með önnu og söndru sem pirrandi gallup spyrill! og hætta að vera pirraði barþjóninn!
jahá þetta er bara að verða aldeilis langt blogg hjá mér... held samt að það sé ekkert mikið meira sem ég hef að segja...
veriði sæl og passið ykkur á myrkrinu
-hulda rún
3 ummæli:
jiii London? heppin maður!
hlakka til að fá þig í gallúphópinn :)
Pirrandi gallupspyrill??? ekki segja þetta!
en velkomin í hópinn. hlakka til að sitja þér við hlið í glerbúri og ég tala nú ekki um spyrlanámskeiðin...ofboðslega verður þetta gaman!!!
En þið eruð heppnar að vera að fara til London, væri svosem ekkert á móti því.
woooooo! spennt að fá ykkur!!! :D
Skrifa ummæli