það er svo langt síðan að ég hef ritað hérna að ég var búin að gleyma passwordinu, hversu sorglegt er það.
ég hét því að ég myndi halda þessari síðu lifandi allavega þangað til ég myndi klára framhaldsskóla og kæmist loks útí hinn stóra heim og ég er að hugsa um að reyna að standa við það héðan í frá.
Ég get ekki lofað að þetta verði alltaf djúsí blogg en ég ætla að byrja á að reyna að skrifa vikulega og hver veit nema ég auki það svo, það er að segja ef ég hef eitthvað að segja.
Hvar á ég annars að byrja þegar svona langt er liðið.... ætlaði að fara að tala um helgina en ég held að ég láti það vera, svo datt mér í hug skólinn en ég ómögulega nenni að tala um hann, ég gæti auðvitað alltaf rætt um efnahagsmálin og gengishækkunina? það myndi halda fólki við efnið!
Ef einhver gerist svo merkilegur að lesa þetta þá verð ég að mæla með að sá hinn sami horfi á Scrubs, ég hafði séð svona einn og einn þátt og var enginn aðdáandi en svo tók ég Scrubs maraþon um daginn þegar ég var veik og þetta eru messtu snilldar þættir sem gerðir hafa verið!
en þetta verður ekki lengra að sinni ætla að drífamig í ræktina-alltaf að pumpa!
-Hulda Rún
4 ummæli:
hæhæ gaman ad sja þig blogga aftur :)
kvedja,
Anna Elvíra
flott, þá hef ég meira lesefni í skólanum.
alltaf að pumpa. haha.
frábært að einhver nennir að skoða bloggin ennþá þau eru alveg að deyja út!
önnur you make my day! ;)
hehe alltaf að pumpa, það er svalt!
En annars langaði mig bara að kasta á þig kveðju elskan, bara alltof langt síðan ég hef séð þig eða heyrt í þér! verðum klárlega að bæta úr þessu þegar ég kem heim ;)
kiss og knús
Skrifa ummæli