ég er búin að vera að vafra um netið núna þar sem ég er alveg komin með nóg af að lesa í uppeldisfræði!
eftir að hafa eytt dágóðum tíma í að væbblast um á fmyspace ákvað ég að kíkka aðeins inna facebook og ég verð að segja mér fannst þetta hundleiðinlegt og alltof flókið en núna er þetta svoldið byrjað að (growing on me) hvað á ég að segja vaxa á mér?
þetta er nefnilega ágætis tímaeyðsla, það er nefnilega hægt að finna allt þarna og þá meina ég allt!
annars er fátt að frétta, skólinn er einsog alltaf=alltof mikið að gera, reyndar var ekki íslenskupróf í dag þar sem bekkurinn minn ákvað að mótmæla prófinu í kvosinni (hefðum átt að tala við aksjón, þetta hefði pottþétt verið aðalfréttin í korter yfir sjö fréttunum) og kennarinn gafst upp svo að prófið verður á föstudaginn í staðinn og við fáum víst að vera með bókina, þó ég geti persónulega ekki séð að það breiti miklu....
En svona útí allt aðra hluti þá hef ég ákveðið að taka mig aðeins á í lífinu=halda herberginu mínu súper fínu, fara í ræktina 4-5 sinnum í viku og vinna 3-4 sinnum í viku, vera skipulögð í skólanum og mæta vel! hætta að drekka allar helgar og haga mér einsog dama!
Þetta hljómar allt mjög vel og jafnvel gerandi... í svona 2 daga! það er ekkert lítið erfitt að vera fullkominn! Svo ég er strax farin að hugsa um að slaka aðeins á kröfunum og jafnvel skella mér bara á ný dönsk næstu helgi enda hefur mér alltaf fundist ég og Björn Jörundur hafa svona "special connection" svo ég get nú ekki farið að bregðast honum með því að sitja sveitt heima yfir veröld soffíu!
en ég er að hugsa um að lesa smá meira í uppeldisfræði og fara svo að sofa (gleymdi að minnast á það áðan að í fullkomnu veröldinni minni fer ég líka alltaf snemma að sofa og er aldrei að þvælast á Karó langt fram eftir nóttu!)
hittumst heil!
miss. Perfect!
1 ummæli:
þú ert mjög góður penni stelpa
Skrifa ummæli