föstudagur, mars 30, 2007

when in rome...

jæja kæru samlandar þá er komið að því ég er að fara suður og svo út, sjáumst svo bara hress á björk og hot cip.
einsog ég lofaði önnu og söndru í gær þá ætla ég bara að segja eina setningu í róm og er það; "when in rome"
-hulda rún

mánudagur, mars 26, 2007

NOOOOOOO!

vá mig langar að gráta, er búin að vera að vinna í fyrirlestri og var mjög svo langt komin og gekk bara ágætlega en nei fíflið ég tókst á einhvern ótrúlegan hátt að loka helvítis skjalinu svo að allt er farið, það er alltaf spurt hvort maður vilji savea afhverju ekki núna! mig langar að gráta!
-óheppnasta manneskja jarðarinnar!

sunnudagur, mars 25, 2007

kvöldið er okkar

mér er búið að líða í allan dag einsog það sé sumar, það er eitthvað í loftinu.
það var eitthvað svo heitt í vinnunni og svo þegar við vorum að loka var ennþá bjart úti, langt síðan það hefur komið fyrir.
þegar ég kom heim var svo lambakjöt í matinn og öll fjölskyldan í mat.
annars var þetta bara ágæt helgi fór í afmæli á föstudaginn þar sem ég fékk frábærar veitingar og var það hin mesta skemmtun takk fyrir mig heiða. Svo lá leiðin niðurí bæ þar sem g og anna fórum meðal annars í sjallan, þar sem við dönsuðu líkt og það væri enginn morgundagur við eitt af okkar uppáhaldslögum, Á sjó, því miður kom ekki baraðann hangi þurr þrátt fyrir langa bið. Kvöldið endaði svo á undarlegasta "eftirpartý" sem ég hef farið í.
dagurinn eftir var hins vegar ekki alveg jafn hress vaknaði eftir svona korters svefn mjög svo mygluð þar sem ég var tvöfalt þunn og mjög svo þreytt, vann til 6 og fór þá á frænkuhitting þar sem ég sofnaði fram á borðið, mjög svo hress.
annars er fátt að skrifa um, London og Róm eftir 6 daga:D
eigiði gott sumarkvöld
-hulda rún

svona ætla ég að vera í sumar.

miðvikudagur, mars 21, 2007

hundrað

já krakkar takið fram blöðrurnar! það eru komnar 100 færslur á þessa blessuðu síðu, þetta hafðist.
kannski ég geri mér glaðan dag og fagni þessu? en hvernig í óskupunum á maður að gera sér glaðan dag á akureyri? það getur reynst ansi erfitt!
maður getur alltaf farið á skauta, nema hvað að það er ekki gaman.
maður getur borðað nammi. en þá verður maður feitur.
maður getur keypt sér húbba búbba tyggjó og blásið svo stóra kúlu að hún springi yfir nefið á manni, en ég á ekki pening.
maður getur farið á kaffihús, en það er alltaf eins.
maður getur rólað, en það er svo kallt.
ég veit að þetta blogg var ekki alveg í anda pollyönnu vinkonu minnar svo ég segi bara fokking pollyanna það er alltilagi að væla endrum sinnum!
hulda-semerkalltogþarfaðlæra!

smá pollyönnu mynd-lífið er/var gott

mánudagur, mars 19, 2007

the promise

ég var aðeins að velta orðinu loforð fyrir mér, eða kannski frekar merkingu orðsins. Að lofa einvherju afhverju gerir maður það? þar sem að vitur maður sagði eitt sinn reglur eru til að brjóta þær, eru þá loforð ekki til að svíkja þau?
ef maður segist ætla að gera eitthvað en gerir það svo ekki þá er það slæmt en ef maður lofar að gera eitthvað og gerir það ekki er það hrikalegt, og hver hefur ekki heyrt "en þú lofaðir" og þá fer maður auðvitað að verja sig; " nei ég lofaði ekki! ég sagðist bara ætla að gera þetta) skiptir þetta litla orð virkilega svona mikli máli?
já þetta eru pælingar.
ég held að ég sé enn eina ferðina búin að horfa of mikið á sex and the city og jafnvel hlusta of mikið á Tracy Chapman?
annars var þetta voða fínn dagur átti að mæta hálf tólf, hefði reyndar getað sleppt því þar sem að það var svo ekki danska, en þar af leiðandi þurfti ég bara að fara í 3 tíma og svo auðvitað vinna í sjoppunni sem var auðvitað bara gaman.
ég er að reyna að vera jákvæð, ég er "fokkíng pollýanna" enda er svosem alveg hellingur til að vera bjartsýn yfir, london og róm þar efst á lista, frábærir vinir (jafnvel þeir bestu!) enginn kærasti (það er jákvætt) styttist í sumarið sem ég held að verði alveg ágætt þrátt fyrir ég eigi eftir að sakna danmerkurfaranna! en ég ætla í heimsókn þangað, smá upphitun fyrir útskriftaferð:)
annars ætla ég að fara fram stelurnar eru komnar til að ræða um london og róm:)
lifið heil
-pollýanna

sunnudagur, mars 18, 2007

coulda, woulda, shoulda

sunnudagar, þeir skiptast niður í 2 flokka; vera þunnur eða vinna og læra, en svo koma þessir einstaka sunnudagar þar sem maður fer pínu í báða flokkana.
gærkvöldið var undarlegt-samt gaman, undarlegt gaman.
morgundagurinn verður góður þarf ekki að mæta í helvíti fyrren hálf tólf (broskall).
ég er ekki frá því að þetta sé bara orðið punktablogg.
vinnufélagi benti mér á það í gær að það væri verið að fara að sprengja upp Róm einhverjir ættu að vera að smygla kjarnorkuvopnum inní vatíkanið svo hver veit nema ég komi ekkert aftur frá heim, leiðinlegt.
ég er fíkill-sex and the city fíkill, ef ég bara myndi búa í new york.
mig langar í epli, verð að láta apple tölvuna duga.
air five!
hulda rún

föstudagur, mars 16, 2007

danemark/köben?

já nú er ég aftur komin á það að fara til danmerkur þar sem að gjörsamlega allir sem ég þekki eru að fara! ég hreinlega get ekki verið hérna í sumar... þetta hljómar líka svo óendanlega vel!
held líka að það sé mjög þroskandi að búa ekki heima eitt sumar, þurfa aðeins að hugsa um fjármálin og svona!
annars bara gott kvöld fór á karó með stelpunum og hittum þar auði og björgu og töluðum um danmörku allann tímann búnar að skipuleggja matarklúbb og hjólreiðatúara og svona haha-þetta verður geðveikt
en sofa núna! góður dagur á morgun:)
-hulda rún; dani?

miðvikudagur, mars 14, 2007

pass this on

aftur blogg? nei þetta getur ekki verið!
Ég er veik og þá hefur maður semsagt ekkert að gera og er alltof mikið að hugsa og fær oftar en ekki þá snilldar hugdettu "ahh best að blogga!" svo maður sest upp teygir sig í tölvuna með allar fínu hugmyndirnar en svo þegar maður er loksins komin með tómt skjalið fyrir framan sig dettur manni ekkert í hug, allt sem maður var að hugsa um er farið.
Annars hef ég svosem ekki verið að hugsa neitt merkilegt, hljómaði þannig.
samt smá vangavelta slúður! vá hvað ég þoli ekki þetta fyrirbæri, alltaf jafn fyndið þegar maður heyrir eitthvað um sjálfan sig sem maður hafði bara ekki hugmynd um...
annars eru bara 17 dagar í róm vúhú 10 daga frí frá akureyri, get ekki beðið!
Ég komst líka að því í dag að það er komin tími til að hætta að drekka, þegar maður er farin að gera hluti sem maður bara hafði ekki hugmynd um þá er þetta orðið slæmt!
annars útí allt annað,´þegar ég var yngri var ég svo gáfuð að ég skrifaði alltaf dagbók, já ég var nörd! en allavega fann ég þær ofaní kassa í gærkvöldi og las 2 seinustu og allar mínar eknningar um að ég hafi ekki verið gelgja hurfu einsog skot, guð mninn góður ég var hrikaleg! alltaf gaman að lesa svona.
en til að gera þetta blogg aðeins hressara ætla ég að setja nokkrar skemmtilegar myndir jejj!

glöggir geta séð að þetta er mynd af tunglinu!

skemmtilegur sögutími

HRess í íslensku í fyrrar

svala í þýsku-sakna þess!

blikk frá möggu magg í tíma-sakna þess

stefán þór að leika þróun mannsins-sakna þess

hanga allann daginn með þessum aulum!-sakna þess

áhyggislausu 2-f fylleríin með söndru-sakna þeirra

síðara hár-sakna þess (ég var líka greinilega harðari þegar ég var með sítt hár)

stelputrúnóteiti-sakna þeirra

bíta fólk-sakna þess

heimskuleg fimmtudagsfyllerí-sakna þeirra

rauða augað hennar arnrúnar leu-sakna þess, sakna líka spangarinnar minnar sem hún er með á hausnum!

myglaðir og þunnir vinnudagar í leiru-nei okei ég sakna þeirra ekki

ottó sálufélagi-sakna hans!

vera mygluð með svölu-sakna þess
jæja þetta var nú pínu emo en það er nauðsynlegt fyrir sálina að vera pínu emo annað slagið! svo lengi sem ég er ekki goti er það í lagi!
en ég er farin að mygla meira
-HRess

þriðjudagur, mars 13, 2007

headlock

ég ligg uppí rúmmi og hlusta á imogen heap, það lýsir einmitt skapi mínu þessa stundina og þessa dagana bara=eintómt stuð? nei ekki svo mikið, annars var þessi dagur mjög góður áður en ég byrjaði að æla.
fór í fjallið og festist ekki í lyftunni (húrra) lá svo í leti þangað til ég fór í ræktina en tók þá uppá því að byrja að æla, ávallt skemmtilegt!
annars er svo fátt að frétta að ég á eiginlega erfitt með að kreista eitthvað útúr mér. Mig langar samt svolítíð að flytja, er komin með rosalegt ógeð á þessum blessaða bæ, alltaf sama fólkið og sömu staðirnir allt er eins, hvernig er hægt að breytast sjálfur ef ekkert í kringum mann breytist?
jæja áður er þetta blogg fer að líta út fyrir að vera skrifað af emo gota þá ætla ég að hætta þessu væli, fékk að heyra um helgina að ég gerði of mikið að því, tek reyndar mjög svo takmarkað mark á þeim heimildum.
ratatoskur komu og fóru einsog vanalega og ég gerði það sama og vanalega nennti ekki að skrá mig í neitt fór á það sem var næst þangað til að ég var komin með 10 punkta, góð leið. Annars fór ég á mjög svo merkilegan fyrirlestur hjá SÁÁ með önnu, önnu, söndru og birnu þar sem við áttuðum okkur á því að við erum semsagt alkar! alltaf gaman að uppgvöta það.
Svo ég fari útí allt aðra sálma þá var ég aðeins að pæla í misskilning í dag þar sem ég á það til að misskilja hlutina og mjög svo oft verið misskilin, svo ég fór að pæla að ef að ég veit um einhvern sem að hefur misskilið eitthvað er þá betra að fara til viðkomandi og leiðrétta það eða ætti maður bara að sleppa því og sleppa því við að tala við viðkomadi og þar af leiðandi mjög svo vandræðalegt augnablik? ég hreinlega veit ekki.
en jæja þetta er komið gott
say goodnight and go....
hulda rún- næstum því emo goti

ég er að spá í að koma með nokkrar skemmtilegar myndir bara til að minna mig á að lífið er gott þrátt fyrir smá ælu!

þessi er alltaf sígild

summertime...

mygluð vinnugleði

ljót að hlægja

ég á svo hæfileikaríkar vinkonur

fulli og glaði alkinn

man ekki hvaða mynd þetta er greinilega alki með alsæmer

árshátíðargleði

bylgja

gleði
jæja get ekki meira
gamanið búið

fimmtudagur, mars 08, 2007

hiphopalula

mér finnst alltaf doldið erfitt að byrja svona blogg, ég hugsa hvernig fólk byrjar vanalega bloggin sín, það er mjöf oft sem þau byrja á því að drulla yfir hvað maður sé lélegur bloggar eða hvað maður sé engann veginn að nenna þessu,og auðvitað að maður hafi ekkert að segja. Svo er náttúrulega hægt að heilsa og opna þetta með fyndnum brandara eða gullmola,og svo ef maður er alvöru bloggar er alltaf hægt að tjá tilfinningar sínar(fara á smá trúnó við bloggið)
en allavega þá hef ég ákveðið að skrifa nokkrar línur svona í tilefni þess að ég var að koma úr ræktinni og á ennþá pínu orku eftir. ég hef ákveðið að nota ekki neina af ofangreindum byrjunum heldur sleppa henni bara alveg.
líf mitt einkennist af skóla, þreytu, ræktinni, förðun og já smá slúðri.
ég var búin að skrifa alveg mega blogg í sögutíma um daginn þar sem ég sagði frá ævintýrun síðustu helgar (fjallar ekki ástar) og þá slökknaði á tölvunni minni, ég öskraði og grét í dágóðan tíma og ákvað svo að skrifa aldrei aftur neitt (gekk vel einsog sést. En allavega til að gera langa sögu stutta( það var langa sagan síðast) þá festumst við anna í stólalyftunni akkúrat á hæsta punktinum sumsé fyrir miðju og máttum sitja þar í einn og hálfan tíma, timbraðar og kaldar, þangað til að örugglega hálf björgunarsvietin var komin og tók okkur niður í línu. Sumsé góð fjallaferð.
en ég ætla að fara að hoppa í sturtu og hitta das piger!

ég var ótrúlega hress síðustu helgi!

förðunin komin fyrir næstu helgi!
-hulda ein heim! (samt ekki ein heima)