mér er búið að líða í allan dag einsog það sé sumar, það er eitthvað í loftinu.
það var eitthvað svo heitt í vinnunni og svo þegar við vorum að loka var ennþá bjart úti, langt síðan það hefur komið fyrir.
þegar ég kom heim var svo lambakjöt í matinn og öll fjölskyldan í mat.
annars var þetta bara ágæt helgi fór í afmæli á föstudaginn þar sem ég fékk frábærar veitingar og var það hin mesta skemmtun takk fyrir mig heiða. Svo lá leiðin niðurí bæ þar sem g og anna fórum meðal annars í sjallan, þar sem við dönsuðu líkt og það væri enginn morgundagur við eitt af okkar uppáhaldslögum, Á sjó, því miður kom ekki baraðann hangi þurr þrátt fyrir langa bið. Kvöldið endaði svo á undarlegasta "eftirpartý" sem ég hef farið í.
dagurinn eftir var hins vegar ekki alveg jafn hress vaknaði eftir svona korters svefn mjög svo mygluð þar sem ég var tvöfalt þunn og mjög svo þreytt, vann til 6 og fór þá á frænkuhitting þar sem ég sofnaði fram á borðið, mjög svo hress.
annars er fátt að skrifa um, London og Róm eftir 6 daga:D
eigiði gott sumarkvöld
-hulda rún
svona ætla ég að vera í sumar.
3 ummæli:
hah já gefum skít í íslenska sumarið og göngum svona í allt sumar
hulda: ójá!
Takk fyrir mig sömuleiðis:) Föstudagsmiðbærinn var samt alveg afar súr. Súrasti föstudagur í langan tíma held ég bara, ho ho.
Skrifa ummæli