ég var aðeins að velta orðinu loforð fyrir mér, eða kannski frekar merkingu orðsins. Að lofa einvherju afhverju gerir maður það? þar sem að vitur maður sagði eitt sinn reglur eru til að brjóta þær, eru þá loforð ekki til að svíkja þau?
ef maður segist ætla að gera eitthvað en gerir það svo ekki þá er það slæmt en ef maður lofar að gera eitthvað og gerir það ekki er það hrikalegt, og hver hefur ekki heyrt "en þú lofaðir" og þá fer maður auðvitað að verja sig; " nei ég lofaði ekki! ég sagðist bara ætla að gera þetta) skiptir þetta litla orð virkilega svona mikli máli?
já þetta eru pælingar.
ég held að ég sé enn eina ferðina búin að horfa of mikið á sex and the city og jafnvel hlusta of mikið á Tracy Chapman?
annars var þetta voða fínn dagur átti að mæta hálf tólf, hefði reyndar getað sleppt því þar sem að það var svo ekki danska, en þar af leiðandi þurfti ég bara að fara í 3 tíma og svo auðvitað vinna í sjoppunni sem var auðvitað bara gaman.
ég er að reyna að vera jákvæð, ég er "fokkíng pollýanna" enda er svosem alveg hellingur til að vera bjartsýn yfir, london og róm þar efst á lista, frábærir vinir (jafnvel þeir bestu!) enginn kærasti (það er jákvætt) styttist í sumarið sem ég held að verði alveg ágætt þrátt fyrir ég eigi eftir að sakna danmerkurfaranna! en ég ætla í heimsókn þangað, smá upphitun fyrir útskriftaferð:)
annars ætla ég að fara fram stelurnar eru komnar til að ræða um london og róm:)
lifið heil
-pollýanna
4 ummæli:
ég hlakka strax til að fá ykkur í heimsókn! vá það verður gaman! og þú ert búin að LOFA að koma á roskilde!
sjáumst í london. og jafnvel bara líka á hvejum degi þangað til!
fokkíng pollýanna er svöl
ég elska bókina um hana polýönnu :)
Skrifa ummæli