þriðjudagur, mars 13, 2007

headlock

ég ligg uppí rúmmi og hlusta á imogen heap, það lýsir einmitt skapi mínu þessa stundina og þessa dagana bara=eintómt stuð? nei ekki svo mikið, annars var þessi dagur mjög góður áður en ég byrjaði að æla.
fór í fjallið og festist ekki í lyftunni (húrra) lá svo í leti þangað til ég fór í ræktina en tók þá uppá því að byrja að æla, ávallt skemmtilegt!
annars er svo fátt að frétta að ég á eiginlega erfitt með að kreista eitthvað útúr mér. Mig langar samt svolítíð að flytja, er komin með rosalegt ógeð á þessum blessaða bæ, alltaf sama fólkið og sömu staðirnir allt er eins, hvernig er hægt að breytast sjálfur ef ekkert í kringum mann breytist?
jæja áður er þetta blogg fer að líta út fyrir að vera skrifað af emo gota þá ætla ég að hætta þessu væli, fékk að heyra um helgina að ég gerði of mikið að því, tek reyndar mjög svo takmarkað mark á þeim heimildum.
ratatoskur komu og fóru einsog vanalega og ég gerði það sama og vanalega nennti ekki að skrá mig í neitt fór á það sem var næst þangað til að ég var komin með 10 punkta, góð leið. Annars fór ég á mjög svo merkilegan fyrirlestur hjá SÁÁ með önnu, önnu, söndru og birnu þar sem við áttuðum okkur á því að við erum semsagt alkar! alltaf gaman að uppgvöta það.
Svo ég fari útí allt aðra sálma þá var ég aðeins að pæla í misskilning í dag þar sem ég á það til að misskilja hlutina og mjög svo oft verið misskilin, svo ég fór að pæla að ef að ég veit um einhvern sem að hefur misskilið eitthvað er þá betra að fara til viðkomandi og leiðrétta það eða ætti maður bara að sleppa því og sleppa því við að tala við viðkomadi og þar af leiðandi mjög svo vandræðalegt augnablik? ég hreinlega veit ekki.
en jæja þetta er komið gott
say goodnight and go....
hulda rún- næstum því emo goti

ég er að spá í að koma með nokkrar skemmtilegar myndir bara til að minna mig á að lífið er gott þrátt fyrir smá ælu!

þessi er alltaf sígild

summertime...

mygluð vinnugleði

ljót að hlægja

ég á svo hæfileikaríkar vinkonur

fulli og glaði alkinn

man ekki hvaða mynd þetta er greinilega alki með alsæmer

árshátíðargleði

bylgja

gleði
jæja get ekki meira
gamanið búið

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

úlalaa fínar myndir.
og já, SÁÁ var fróðlegt..

Nafnlaus sagði...

ahhh já minnir mig á það að ég á alltaf eftir að segja mömmu og pabba að ég sé alki. örugglega alltaf gaman að heyra það frá barninu sínu...
en góðar og skemmtilegar myndir!

Nafnlaus sagði...

nei ertu komin með ælupest litli. ég samhryggist.
og mikið ertu sæt á öllum þessum myndum