ég held ótrauð áfram í þessari bloggmaniu minni.
dagar mínir eru líka alveg með eindæmum innihaldsríkir, reyni að læra, sef alltof mikið á daginn þar sem ég sef ekkert á nóttunni og svo hugsa ég alltof mikið um lífið eftir MA.
Annars var þetta agætisdagur, ég lærði heimspeki, bjó til ramma og er komin í kanaklúbb, semsagt 4 manneskjur, nei 5 sem hittumst og spilum kana á karó á þriðjudögum, getur ekki klikkað.
Ég að velta fyrir mér hvað er það með prófatarnir að mig fer að langa að gera alveg ótrúlegustu hluti, allt í einu spretta upp hin og þessi áhugamál sem ég vissi ekki einu sinni að væru til staðar, allt í einu langar mig í langa göngutúra með tónlist í eyrunum, mig langar að horfa á allt mögulegt, mig langar að fara yfir dótið í hillunum mínum mig langar að laga til í tölvunni minni og síðustu nótt las ég actually allar blogfærslur sem ég hef skrifað á þessa blessuðu síðu. Svona er þetta samt reyndar alltaf í prófunum og það fyndna er að mig langar meira að segja að læra undir öll prófin sem ég er að fara í nema prófið sem ég er að fara í fyrst, þetta var undarleg setning.
annars er farið að styttast ískyggilega mikið í að ég verði 21, tuttuguogeins, enogtyve, einundzwansig.... já þetta hljómar ekki vel, og þá sérstaklega ekki á þýsku!. Mér fynnst ég bara allt í einu orðin svo gömul, ég meina 20 ára það er ekki neitt en 21 tsss það hljómar ekki vel.
rosalega er ég tóm eitthvað, var búin að gleyma hvað það er krefjandi að blogga, maður þarf alltaf að hafa eitthvað að segja, hugsaði einmitt með mér þegar ég var að renna yfir gömlu færslurnar mínar í gær "rosalega hafði ég alltaf mikið að segja" ég var alveg hörku bloggari á mínu yngri árum, fékk líka alveg ágætis nostalgíu þegar ég var að lesa þetta, fór að hugsa um 2-f alla góðu tímana, hlátursköstin í stærðfræði þar sem valdís hugsaði oft um að drepa okkur og bað mig oftar en ekki vinsamlegast að fara fram og jafna mig og koma ekki inn fyrren ég treysti mér til. Alla rúntana a Bjögga þar með talið handbremsubeygjurnar, elvis áreksturinn, klappið, fjallaferðina góðu, gangstah rúntinn og auðvitað bakklyktina! ég held að af öllum mínum árum í MA eigi ég flestar minningarnar úr 2-f þetta ár var bara með eindæmum fyndið, ástarbréfin frá möggu magg eftir að hún líkti mér við Gommann, kárahnjúkafyrirlesturinn okkar þar sem lá við að þorlákur púaði á okkur, fyrirlesturinn um fjalla-eyvind, "er hægt að vera bara lamaður fyrir ofan mitti?", "vá sandra ég var nýsofnuð" sagt alltof hátt í sögu hjá SÓ, blikk frá Margréti og klúrar athugasemdir frá Söndru sem var þá nýflutt hinum megin við línuna. Já þetta voru svo sannarlega góðir tímar.
ætla að enda þetta á nokkrum (eða einni ef ég þekki tölvuna rétt) myndum frá 2-f
Sandra, Sverrir og Reginn á capone þegar hann var og hét
heitar gellur
myndin sem átti að vera af fulla tunglinu
við vorum náttúrulega bara ómótstæðilegar
sandra var ávallt sæt í Bjögga
þessi líka
einnig sumarið eftir 2. bekk
verulega ölvuð í 2 manna vodkateiti, einn fleygur á mann
auður, sara og ég í þema bekkjarteiti
hot stuff
sumarið eftir 2. bekk reyndar
ég og sandra
jæja þetta er komið gott í bili ætla að halda áfram að lesa í heimspeki
venlige hilsen
Hulda Rún
7 ummæli:
Ég lofaði nú að Kommenta:)
Skemmtilegt blogg. En já.. þér hefur leiðst þegar þú last öll bloggin haha:) Vonandi tekst þér að snúa sólarhringnum ólíkt mér.
Nú verður það bara blogg á hverjum degi yfir prófin Hulda:)
kv Heiðar
veistu ég skil þig fuuullkomlega. að vera tuttugu ára er ekkert slæmt, en svo kemur tuttugu OG eitthvað. það er bara ekki töff:p
en að vera líkt við gommann - það er nice! hahha
04:02:00 AM þú ert klikkuð;)
krúttið þitt hulda.
ég sakna þín.
(mamma má ég? ooooojjjjj, gooood times)
kv. margrét
Ohh þetta voru svo góðir tímar Hulda og Margrét! Eigum við ekki að hafa 2.F hitting við tækifæri þar sem við rifjum upp góða frasa og drekkum vodka? Hver er ekki til í það spyr ég bara??
Kv. Sandra
Fyrst hugsaði ég 21 en svo kveikti ég á perunni þegar þú útsettir þetta á þýsku, takk hulda.
Mér finnst gaman að þú sért farin að blogga aftur, skemmtileg lestning.
P.S komdu til London
Linda
anna haff: vá hvað þú ert strax orðin duglegur bloggari...gaman að lesa svona um gamlar minningar, hugsið ykkur hvað það er ótrúlega langt en samt svo stutt síðan við vorum í 2.bekk! jiii minn
Skrifa ummæli