miðvikudagur, apríl 11, 2007

Money, get away....

peningar eru eitthvað svona dæmi sem ég mun aldrei átta mig á, ég er heimsins mesta fíbbl í peningamálum! ég segist alltaf ætla að taka mig á, og meina það af sál og hjarta en allt kemur fyrir ekki og ég enda með mínus alltof mikið.
Ég hreinlega veit ekki hvernig ég fer að þessu, ég bíð alltaf eftir bréfinu þar sem þessi orð standa;
kæra hulda rún við viljum biðjast innilegar afsökunar á því að það er önnur manneskja með aðild að reikningnum þímun. við viljum biðja þig að þiggjga 5 milljónir í skaðabætur og vísakort sem þú þarft ekki að borga af fyrsta árið.
kveðjur landsbankinn.
já ég bíð spennt.en talandi um að vera spennt það styttist alltaf og styttist í söngvakeppnina, vorum að komast af því í kvöld að ef birna vinnur þetta fær hún 100 þúsund krónur!!! það er einsgott að manni verði boðið út að borða!
rosalega er ég samt tóm eitthvað það hringlar í hausnum á mér ef ég hristi hann örugglega perlan sem ég tróð uppí nefið á mér í leikskóla, ætli það sé ekki það eina sem er þarna inn?
svo sökum tómleika ætla ég að enda þetta hér með áður en þetta fer útí eitthvað rugl!
-hulda rún, sem vonar innilega að íslenskukennarinn minn hafi vit á því að ver veikur á morgun!

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

haha já þú og peningar eigið ekki samleið. held að þú sért búin að smita mig af þessu síðan, allt í einu fjúka krónurnar mínar í ekki neitt. takk hulda!

Nafnlaus sagði...

haha minn íslenskukennari var veikur og ég fékk þar af leiðandi að sofa til 12:20
feis!

Nafnlaus sagði...

ég er ekkert að þykjast vera e-ð, en ég skal taka við fjármálum þínum. ég er nefnilega ágæt, þúst tryggvadóttir!
getum við huggað okkur í kvöld, allir í mjúku. plís

Nafnlaus sagði...

leikum í kvöld og höfum kósíkvöld þar sem enginn verður skammaður þó hann sofni

Nafnlaus sagði...

já getum við það. og allir í mjúku!

fridafraenka sagði...

heyrðu ég er reyndar að fara í stelpurnar í bekknum matarboð:/ en ég er til í hitting eftir það:)