þriðjudagur, apríl 10, 2007

bigmouth strikes again

já einsog glöggir lesendur sjá er ég byrjuð á þessum breytingum mínum, á reyndar eftir að reyna að koma linkunum inn aftur, gengur ekkert alltof vel, sérstaklega þar sem að ég er óþolinmóðasta manneskja jarðarinnar!
en já þetta blessaða páskafrí er víst senn á enda, en það er svosem ekki búið að vera af verri endanum! jafnvel bara það bestahingað til. London og Róm stóðu algjörlega undir væntingum og svo voru auðvitað björk og hot chip í gær og vá það er bara ólýsanlegt þetta var meira en gaman þetta var-gamangamangaman!
svo var svaka roadtrip í dag þegar 5 ótrúlega þreyttar manneskjur og ein ælandi héldu til akureyrar! loksins:)
en núna tekur skólinn víst við en samt bara þrír dagar og svo helgi=söngvakeppni, trúi ekki öðru en að birna vinni þetta!
svo er náttúrulega frí á sumardaginn fyrsta vinuna þar á eftir og smá gleði kvöldið áður.
já þetta verður bara alltilagi þó að þetta frí sé búið held ég bara!
annars vantar mig smá hjálp var að átta mig á því að þessi köttur minn verður víst að heita eitthvað svo ég er búin að þrengja valið niður í 3 nöfn:
ottó
nói
hjálmar
endilega látiði mig vita hvaða nafn ég á að velja fyrir lífsförunaut minn!
annars ætla ég að fara að horfa á little miss sunshine.
veriði sæt gott fólk!
-hulda rún

p.s. ég er búin að sjá þá á tónleikum

p.s.s. hana líka

12 ummæli:

Nafnlaus sagði...

mér líkar þetta útlit

Nafnlaus sagði...

úúú nýtt útlit, I like it!
heyrðu já nafn á köttinn...sko af því að ég sá alltaf svo eftir að hafa ekki skírt ólíver hjálmar þá finnst mér hjálmar alltaf vera nafn á gulum ketti en samt er það alltaf klassískt

Nafnlaus sagði...

og vá hvað það var fokking gaman á tónleikunum!

Heida sagði...

Þetta var eivsöm, takk fyrir kvöldið.

Nafnlaus sagði...

ég held að símon yrði svakalega ánægður ef þú skírðir Hjálmar :)
takk fyrir snilldarferð

má ég giska að það hafi verið þú af hospital room sem ældir á leiðinni ;)

fridafraenka sagði...

nafnlaus:takk
annah: takk fyrir það beib, og já hjálmar er ofarlega á lista:) og tónleikarnir myómy!
heiða: takk sömuleiðis:)
tinna: já það er aldrei að vita nema ég skíri bara í höfuðið á símoni;) og nei reyndar ekki ég bara ældi ekkert anna guðrún fékk einhverja ælupest greyið!

Nafnlaus sagði...

enn fer mitt atkvæði á mike

Nafnlaus sagði...

já ég vil ekkert annað en Mike.
og takk fyrir road tripið það var géeeveikt.
hvernig er skólinn annars?

Nafnlaus sagði...

þú áttir fisk sem hét ottó þá skíriru ekki köttinn þinn líka ottó! ég segi hjálmar, reyndi að fá önnu til að skíra sinn kött hjálmar en neinei...

fridafraenka sagði...

stelpur mér er ekki farið að lítast á þetta með mike, ég bara get ekki gert greyið dýrinu það anna kallar tölvuna mína ennþá clerense svo þetta má ekki festast við greyið
en já hjálmar kemur mjög svo mikið til greina, allt fyrir þig sandra!

fridafraenka sagði...

þetta átti þá samt að vera ottó 2 í minningu fisksins megi hann hvíla í friði!

Nafnlaus sagði...

ok, mike it is!
þú ert nú bara að bjarga mér ef þú bannar mér að sjá hann... haha