sunnudagur, júlí 30, 2006

þreyta!

-ég er þreytt!
-þetta er búinn að vera steiktur dagur!
-ég var að koma úr vinunni
-og er að fara aftur að vinna eftir 7 tíma
-ég er farin að sofa
-hulda rún

fimmtudagur, júlí 27, 2006

mánudagur, júlí 24, 2006

gleypist með vatni

ég á við stórt vandamál að stríða! ég get ekki sofið, eða réttara sagt ég get ekki sofnað. Ég hef alltaf átt erfitt með að sofna á kvöldin, alveg frá blautu barns beini en þetta er bara ekki eðlilegt lengur, mér er hætt að standa á sama. Núna er klukkan tildæmis 5 og ég er að skrifa? það vottar ekki einusinni fyrir þreytu í huga mér og því meira sem ég hugsa um það hvað ég ætla að vakna snemma í fyrramálið því meira vakandi verð ég.
kannski snýst þetta um að ég hafi of mikið að hugsa um, því að jú ég á það til í að pæla of mikið í hlutunum, er ekki frá því að ég hafi verið heimspekingur í fyrra lífi! svo hef ég einnig heyrt að þegar maður eldist hafi maður svo miklar áhyggjur að maður geti ekki sofnað, kannski er það það? en ég er nú bara 18 hvernig verð ég þegar ég verð 30 eða 40 ef ég verð þá 30 eða 40....
kannski ég deili með ykkur einni vangaveltu, afhverju segir maður alltaf þegar ég verð eldri eða þegar ég verð á elliheimili þegar ég eignast börn og svo fram vegis, afhverju gerir maður bara ráð fyrir að þetta allt gerist? afhverju pælir maður ekkert í þeim möguleika að ekkert að þessu gerist maður giftist ekki, hitti ekki "þann eina rétta" og jafnvel að maður verði aldrei gamall? afhverju er maður alltaf að bíða með hlutina? hvað ef að maður fær síðan aldrei tækifæri til að framkvæma allt þetta stórkostlega sem maður ætlaði að gera? afhverju erum við öll svona vitlaus?
og afhverju er ég ekki sofandi?
-hulda sem er að missa vitið að svefnleysi!

mánudagur, júlí 17, 2006

almost famous

já helgin var tjaa ekki spurja mig?

miðvikudagur, júlí 12, 2006

söknuður

ég fór á jarðaför í dag, það er án efa það erfiðasta sem ég tekst á við.. lífið er oft ósanngjarnt og fólk tekið í burtu langt fyrir aldur fram, mér finnst að jarðafarir ættu samt að vera öðruvísi, ég fæ alltaf þá tilfinningu um að presturinn sé að öllum mætti að fá okkur til að skilja að þetta sé ekki guðs sök að það sé ekki hann sem yfirgefi okkur heldur við hann. ég er kannski ekki trúaðasta manneskja sem fyrirfinnst en ég vona svo sannarlega að það bíði okkur eitthvað, eitthvað jafnvel betra en dvölin hér á jörðinni, og þar vona ég að sigrún sé núna þessi lífsglaða stelpa sem alltaf gat hresst mann við þegar maður mætti í vinnuna eftir rifrildi við foreldrana eða erfiðan skóladag þá tókst henni samt alltaf að koma manni í gott skap með fáránlegum brandara, hlátri eða jafnvel smá bút af backstreet boys lagi eða fróðmola;)
það er svo undarlegt hvernig lífið er maður hugsar aldrei út í að eitthvað geti komið fyrir mann eða einhvern náinn þetta virðist allt svo fjarlægt og það er ekki fyrren að maður missir vin eða jafnvel bara kunningja sem þetta skellur á manni líkt og köld gusa í andlitið að þetta er ekki svona fjarlægt og maður veit aldrei hvort maður verði hérna á næsta ári eða jafnvel á morgun.
Mér fynnst svo undarlegt að manneskja sem ég spjallaði við fyrir stuttu sé farin og ég sjái aldrei aftur, heyri hana ekki hlægja eða rífast við dodda, vorum einmitt að rifja upp um daginn þegar þið doddi lentuð í enn öðru rifrildinu og þú eltir hann um allt eldhúsið og fram svo heyrðist alltíeinu þvílíku lætin og öskrin í þér þar sem þú lást kylliflöt í pappakassahrúgunni. já þær eru ótalmargar góðar og fyndnar minnigar sem ég á um þig þó að ég hafi aðeins þekkt þig í stuttan tíma.


Mér finnst ég varla heill,
né hálfur maður,
og heldur ósjálfbjarga, því er verr.
Ef þú værir hjá mér,
vildi ég glaður verða betri en ég er.
Eitt sinn verða allir menn að deyja
eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það, en samt ég verð að segja
að sumarið líður allt of fljótt.
Við gætum sungið, gengið um,
gleymt okkur hjá blómunum,
er rökkvar, ráðið stjörnumál,
gengið saman hönd í hönd,
hæglát farið niðrað strönd.
Fundið stað,
sameinaðbeggja sál.
Horfið er nú sumarið og sólin
í sálu minni hefur gríma völd.
Í æsku léttu ís og myrkur jólin,
nú einn ég sit um vetrarkvöld.
Því eitt sinn verða allir menn að deyja.
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það, en samt ég verð að segja,
að sumarið líður allt of fljótt.
Ég gái út um gluggann minn.
hvort gangir þú um hliðið inn.
Mér alltaf sýnist ég sjái þig.
Ég rýni út um rifurnar,
ég reyndar sé þig alls staðar,
þá napurt er.
Það næðir hér
og nístir mig.

blessuð sé minning þín sigrún og megir þú hvíla í friði hvar sem þú ert nú, ef ég ætti að giska þá er það einhverstaðar þar sem nick karter er skammt undan;)
ég er glöð fyrir að hafa fengið að kynnast þér og vona að við hittumst aftur þegar minn tími kemur og þú takir þá á móti mér með aulabrandara brosi og backstreetboys laglínu:)
-hulda rún

mánudagur, júlí 10, 2006

lucy...

Picture yourself in a boat on a river,
With tangerine trees and marmalade skies
Somebody calls you, you answer quite slowly,
A girl with kaleidoscope eyes.
Cellophane flowers of yellow and green,
Towering over your head.
Look for the girl with the sun in her eyes,
And she's gone.
Lucy in the sky with diamonds....
Follow her down to a bridge by a fountain
Where rocking horse people eat marshmellow pies,
Everyone smiles as you drift past the flowers,
That grow so incredibly high.
Newspaper taxis appear on the shore,
Waiting to take you away.
Climb in the back with your head in the clouds,
And you're gone.
Lucy in the sky with diamonds,...
Picture yourself on a train in a station,
With plasticine porters with looking glass ties,
Suddenly someone is there at the turnstyle,
The girl with the kaleidoscope eyes.
lucy in the sky with diamonds...

LSD eða bara fallegt lag?

laugardagur, júlí 08, 2006

miðvikudagur, júlí 05, 2006

góður dagur!

í dag eða síðstu nótt klukkan 3 mætti anna guðrún til akureyrar og auðvitað var ég komin til hennar um leið! ég missti mig gjörsamlega þegar ég sá hana jiii minn eini! það var dramastund! en já svo sátum við og spjölluðum og upppökkuðum dóti og ég fékk fullt af gjöfum! svo fór ég heim með bros á vör og eftir aðeins nokkra tíma komu mamma og pabbi svo ég fékk fleiri knús og fleiri gjafir:) svo sótti ég önnu og við fórum í bæinn og hingað heim að hanga svo að taka okkur til hittum svo stelpurnat og fórum útað borða, fórum svo á karó í kaffi og svo var keyrt um bæinn sem er mjög svo dauður þessa dagana!

já ég veit að þetta var leiðinleg lesning en varð bara að lýsa þessum frábæra degi!
góða nótt
-hulda rún

mánudagur, júlí 03, 2006

gleði og sorg

-vonbrigði
-ógleði
-mikil sorg
-reiði
-skilningsleysi
-skjálfti
-þreyta
-kvíði
svona var gærdagurinn ég skil lífið ekki alveg þessa dagana afhverju þurfa svona hlutir að gerast var ekki komið nóg? mér líður einsog ég sé með steina í maganum, blý í fótunum og sand í höndunum.

í dag birti til anna kom heim og ég get ekki beðið eftir að faðma hana einsog pönnuköku, í nótt koma svo mamma og pabbi heim og ég hef hugsað mér að faðma þau líka rækilega því að þarf svo sannarlega á þeim að halda núna! en sem betur fer á ég tvær bestu systur í heimi sem er alltaf hægt að fara til!
ef þú skilur ekki um hvað ég er að tala þá heldurðu mjög líklega að ég sé dramatísk sveiflumikil og afskaplega væmin þú heldur ekki rétt
-hulda rún