ég á við stórt vandamál að stríða! ég get ekki sofið, eða réttara sagt ég get ekki sofnað. Ég hef alltaf átt erfitt með að sofna á kvöldin, alveg frá blautu barns beini en þetta er bara ekki eðlilegt lengur, mér er hætt að standa á sama. Núna er klukkan tildæmis 5 og ég er að skrifa? það vottar ekki einusinni fyrir þreytu í huga mér og því meira sem ég hugsa um það hvað ég ætla að vakna snemma í fyrramálið því meira vakandi verð ég.
kannski snýst þetta um að ég hafi of mikið að hugsa um, því að jú ég á það til í að pæla of mikið í hlutunum, er ekki frá því að ég hafi verið heimspekingur í fyrra lífi! svo hef ég einnig heyrt að þegar maður eldist hafi maður svo miklar áhyggjur að maður geti ekki sofnað, kannski er það það? en ég er nú bara 18 hvernig verð ég þegar ég verð 30 eða 40 ef ég verð þá 30 eða 40....
kannski ég deili með ykkur einni vangaveltu, afhverju segir maður alltaf þegar ég verð eldri eða þegar ég verð á elliheimili þegar ég eignast börn og svo fram vegis, afhverju gerir maður bara ráð fyrir að þetta allt gerist? afhverju pælir maður ekkert í þeim möguleika að ekkert að þessu gerist maður giftist ekki, hitti ekki "þann eina rétta" og jafnvel að maður verði aldrei gamall? afhverju er maður alltaf að bíða með hlutina? hvað ef að maður fær síðan aldrei tækifæri til að framkvæma allt þetta stórkostlega sem maður ætlaði að gera? afhverju erum við öll svona vitlaus?
og afhverju er ég ekki sofandi?
-hulda sem er að missa vitið að svefnleysi!
8 ummæli:
já af hverju erum við öll að bíða, afhverju drífum við okkur ekki bara í að eignast börn og fara á elliheimili.
akkúrat!
hahaha já arnrún!
ekki hugsa svona mikið! just live! (haha já ég er svöl og hef verið frá fæðingu(einnig farin að fá áhyggjur af enskuslettunum sem hafa aukist allverulega!))
haha já sama hér ég er að missa mig í enskuslettunum! en já ég hugsa of mikið svo segir sáli!
Að hugsa er slæmt fyrir heilann. Nei, hugsaðu meira, og lestu 11 mínútur eftir Paulo Coelho. Þar eru pælingar sem eru smá í takt við þínar, mæli með henni.
Að hugsa er slæmt fyrir heilann. Nei, hugsaðu meira, og lestu 11 mínútur eftir Paulo Coelho. Þar eru pælingar sem eru smá í takt við þínar, mæli með henni.
Enskuslettur eru kúl og þú veist það!
Af eigin reynslu eru "Hvað ef" pælingar mjög óhollar og ég geri það af vana að forðast þær sem heitan eldinn.
Þú varst fljót að synda, komst alla leið í þennan heim ósködduð og ættir að vera ánægð að fá að taka þátt í þessari skemmtilegu, jafnframt kexbiluðu tilveru. Lifðu í núinu, framtíðin er ekkert spes - Hún á að haldast óplönuð og ófyrirsjáanleg, það er kryddið í tilverunni.
kristín: ég á einmitt þessa bók mjög góð
arnar: takk fyrir þessa afbragðs kynningu þó!
heiða: já þú ert djúp og vitur heiða mín enskuslettur er the thing! og já hvað ef hugsanir halda fyrir mér vöku og já ég er afbragðs sundmaður....
Skrifa ummæli