ég fór á jarðaför í dag, það er án efa það erfiðasta sem ég tekst á við.. lífið er oft ósanngjarnt og fólk tekið í burtu langt fyrir aldur fram, mér finnst að jarðafarir ættu samt að vera öðruvísi, ég fæ alltaf þá tilfinningu um að presturinn sé að öllum mætti að fá okkur til að skilja að þetta sé ekki guðs sök að það sé ekki hann sem yfirgefi okkur heldur við hann. ég er kannski ekki trúaðasta manneskja sem fyrirfinnst en ég vona svo sannarlega að það bíði okkur eitthvað, eitthvað jafnvel betra en dvölin hér á jörðinni, og þar vona ég að sigrún sé núna þessi lífsglaða stelpa sem alltaf gat hresst mann við þegar maður mætti í vinnuna eftir rifrildi við foreldrana eða erfiðan skóladag þá tókst henni samt alltaf að koma manni í gott skap með fáránlegum brandara, hlátri eða jafnvel smá bút af backstreet boys lagi eða fróðmola;)
það er svo undarlegt hvernig lífið er maður hugsar aldrei út í að eitthvað geti komið fyrir mann eða einhvern náinn þetta virðist allt svo fjarlægt og það er ekki fyrren að maður missir vin eða jafnvel bara kunningja sem þetta skellur á manni líkt og köld gusa í andlitið að þetta er ekki svona fjarlægt og maður veit aldrei hvort maður verði hérna á næsta ári eða jafnvel á morgun.
Mér fynnst svo undarlegt að manneskja sem ég spjallaði við fyrir stuttu sé farin og ég sjái aldrei aftur, heyri hana ekki hlægja eða rífast við dodda, vorum einmitt að rifja upp um daginn þegar þið doddi lentuð í enn öðru rifrildinu og þú eltir hann um allt eldhúsið og fram svo heyrðist alltíeinu þvílíku lætin og öskrin í þér þar sem þú lást kylliflöt í pappakassahrúgunni. já þær eru ótalmargar góðar og fyndnar minnigar sem ég á um þig þó að ég hafi aðeins þekkt þig í stuttan tíma.
Mér finnst ég varla heill,
né hálfur maður,
og heldur ósjálfbjarga, því er verr.
Ef þú værir hjá mér,
vildi ég glaður verða betri en ég er.
Eitt sinn verða allir menn að deyja
eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það, en samt ég verð að segja
að sumarið líður allt of fljótt.
Við gætum sungið, gengið um,
gleymt okkur hjá blómunum,
er rökkvar, ráðið stjörnumál,
gengið saman hönd í hönd,
hæglát farið niðrað strönd.
Fundið stað,
sameinaðbeggja sál.
Horfið er nú sumarið og sólin
í sálu minni hefur gríma völd.
Í æsku léttu ís og myrkur jólin,
nú einn ég sit um vetrarkvöld.
Því eitt sinn verða allir menn að deyja.
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það, en samt ég verð að segja,
að sumarið líður allt of fljótt.
Ég gái út um gluggann minn.
hvort gangir þú um hliðið inn.
Mér alltaf sýnist ég sjái þig.
Ég rýni út um rifurnar,
ég reyndar sé þig alls staðar,
þá napurt er.
Það næðir hér
og nístir mig.
blessuð sé minning þín sigrún og megir þú hvíla í friði hvar sem þú ert nú, ef ég ætti að giska þá er það einhverstaðar þar sem nick karter er skammt undan;)
ég er glöð fyrir að hafa fengið að kynnast þér og vona að við hittumst aftur þegar minn tími kemur og þú takir þá á móti mér með aulabrandara brosi og backstreetboys laglínu:)
-hulda rún
2 ummæli:
falleg minning þekki þig ekki en þekkti sigrúnu og fannst gott að lesa þetta
fallegt hjá þér..samhryggist:#
Skrifa ummæli