föstudagur, janúar 13, 2006

i'm officially old!

já smá afmælisblogg svona í morgunsárið?:D hví ekki það.... er ekki ennþá farin að sofa og geri það ekkert á næstunni bíst ég við!
já afmælisnóttinni eyddi ég semsagt ekki heima hjá mér og ef að þú ert að hugsa úúú þá nei það er ekkert úúú ég eyddi henni með arnrúnu (og ljósritunarvélinni) uppí eflingu að læra fyrir próf! já þú last rétt erum búnar að sitja sveittar við lærdóminn frá því klukkan 22:00 í kvöld! svona erum við duglegar(á vitlausum tímum) en já það vottar alveg fyrir þreytu svosem en hver þarf svefn? ég get allt ég átján árí dag, ég nenni ekki neinu... gott lag þarna á ferð sem minniháttar breytingum!
en já í dag ætla ég að þeyta eitt stykki íslenskupróf fara svo heim og leggja mig! hjálpa vakna og fá mér jarðaberjaköku sem ég fæ bara þegar ég á afmæli! já þó að maður sé orðin 18 er maður samt bara krakki í sér ennþá;)
en já takk allir fyrir góðar kveðjur:) þið sem ég svarði ekki á msn ég var ekki þarna:S en brosti yfir þeim þegar ég kom heim:D takktakk;*
en já nóg í bili hver veit nema ég hendi einhverju inn í kvöld þegar það er eitthvað annað en íslensk málsaga og goðafræði inní hausnum á mér!
en þangað til þá eigið góðan dag enda góður dagur!
hulda rún sjálfráða ellismellur! (sem elskar ljósritunarvélar!)

12 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með afmælið skvís!
Mér þykir leitt að segja það en þú færð heldur ekki afmælisgjöf frá mér alveg strax ...en um leið og milljónirnar streyma inn skal ég kaupa eitthvað rosalega flott handa´þér!! :) heheh
Hafðu það gott í dag og ég fæ kannski eina sneið af jarðaberjakökunni góðu ...sem er samt alltaf miklu betri bara í minningunni!

Nafnlaus sagði...

Sæl sætust....til hamingju með daginn ltila skvísa:) eða kannski stóra þar sem þú ert nú að stækka hehe... mundu svo að bjóða mér í afmælisveislu kv.Kolla

Nafnlaus sagði...

Heyyyyheyyy...bara orðin átján og bara vibbí og sko til hamingju og eitthvða sko.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju mðe daginn - ætli að afmælisgjöfin verði ekki keypt þegar Sísí kíkir í borgina og við getum fundið eitthvað saman... því það er erfiðast í heimi að kaupa gjöf handa þér.. þar sem þú ert nú pínu sérstök :)
Kv. úr borginni
Tinna sem fær enga jarðaberjaköku

fridafraenka sagði...

haha já mér lýst vel á það;) en hvða meinaru það er ísí písí að kaupa gjöf handa mér;) hah
en já þú ert að missa af frábærri köku! alveg brilliant:)

fridafraenka sagði...

og já tkak allir;*

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ til hamingju með daginn:)

Nafnlaus sagði...

Hulda mín ég held að ég þekki ekki neinn sem er jafn erfitt að kaupa gjöf handa ...ísi písi samt flott ...rímar nefnilega við Sísí!! :) heheh
En við snillarnir finnum eitthvað rosalega flott handa þér!!

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með daginn sæta sæta :D Bara orðin eldgömul ;) Og tek undir þetta hjá Kollu ég vil fá afmælispartý eftir próf!!!

Nafnlaus sagði...

Ætlarðu að "þeyta" eitt stykki íslenskupróf haha... veit ekki um neinn annan sem gæti það;)

Nafnlaus sagði...

til hamingju með afmælið!:) leiðinlegt að maður sér þig aldrei lengur! gangi þér vel í prófunum og vonandi sé ég glitta í þig einhverntíman bráðum er orðinn leiður á þessu!

Nafnlaus sagði...

hæ sæta mín...ég öfunda þig að vera orðin 18 sko ;) hehe...en vá ekki læra yfir þig ég hef áhyggjur af þér læra heila nótt...uss þetta myndi ég aldrei geta..;) síjú:#