ég er búin að vera að vafra um netið núna þar sem ég er alveg komin með nóg af að lesa í uppeldisfræði!
eftir að hafa eytt dágóðum tíma í að væbblast um á fmyspace ákvað ég að kíkka aðeins inna facebook og ég verð að segja mér fannst þetta hundleiðinlegt og alltof flókið en núna er þetta svoldið byrjað að (growing on me) hvað á ég að segja vaxa á mér?
þetta er nefnilega ágætis tímaeyðsla, það er nefnilega hægt að finna allt þarna og þá meina ég allt!
annars er fátt að frétta, skólinn er einsog alltaf=alltof mikið að gera, reyndar var ekki íslenskupróf í dag þar sem bekkurinn minn ákvað að mótmæla prófinu í kvosinni (hefðum átt að tala við aksjón, þetta hefði pottþétt verið aðalfréttin í korter yfir sjö fréttunum) og kennarinn gafst upp svo að prófið verður á föstudaginn í staðinn og við fáum víst að vera með bókina, þó ég geti persónulega ekki séð að það breiti miklu....
En svona útí allt aðra hluti þá hef ég ákveðið að taka mig aðeins á í lífinu=halda herberginu mínu súper fínu, fara í ræktina 4-5 sinnum í viku og vinna 3-4 sinnum í viku, vera skipulögð í skólanum og mæta vel! hætta að drekka allar helgar og haga mér einsog dama!
Þetta hljómar allt mjög vel og jafnvel gerandi... í svona 2 daga! það er ekkert lítið erfitt að vera fullkominn! Svo ég er strax farin að hugsa um að slaka aðeins á kröfunum og jafnvel skella mér bara á ný dönsk næstu helgi enda hefur mér alltaf fundist ég og Björn Jörundur hafa svona "special connection" svo ég get nú ekki farið að bregðast honum með því að sitja sveitt heima yfir veröld soffíu!
en ég er að hugsa um að lesa smá meira í uppeldisfræði og fara svo að sofa (gleymdi að minnast á það áðan að í fullkomnu veröldinni minni fer ég líka alltaf snemma að sofa og er aldrei að þvælast á Karó langt fram eftir nóttu!)
hittumst heil!
miss. Perfect!
miðvikudagur, apríl 09, 2008
þriðjudagur, apríl 08, 2008
the greatest
það er svo langt síðan að ég hef ritað hérna að ég var búin að gleyma passwordinu, hversu sorglegt er það.
ég hét því að ég myndi halda þessari síðu lifandi allavega þangað til ég myndi klára framhaldsskóla og kæmist loks útí hinn stóra heim og ég er að hugsa um að reyna að standa við það héðan í frá.
Ég get ekki lofað að þetta verði alltaf djúsí blogg en ég ætla að byrja á að reyna að skrifa vikulega og hver veit nema ég auki það svo, það er að segja ef ég hef eitthvað að segja.
Hvar á ég annars að byrja þegar svona langt er liðið.... ætlaði að fara að tala um helgina en ég held að ég láti það vera, svo datt mér í hug skólinn en ég ómögulega nenni að tala um hann, ég gæti auðvitað alltaf rætt um efnahagsmálin og gengishækkunina? það myndi halda fólki við efnið!
Ef einhver gerist svo merkilegur að lesa þetta þá verð ég að mæla með að sá hinn sami horfi á Scrubs, ég hafði séð svona einn og einn þátt og var enginn aðdáandi en svo tók ég Scrubs maraþon um daginn þegar ég var veik og þetta eru messtu snilldar þættir sem gerðir hafa verið!
en þetta verður ekki lengra að sinni ætla að drífamig í ræktina-alltaf að pumpa!
-Hulda Rún
ég hét því að ég myndi halda þessari síðu lifandi allavega þangað til ég myndi klára framhaldsskóla og kæmist loks útí hinn stóra heim og ég er að hugsa um að reyna að standa við það héðan í frá.
Ég get ekki lofað að þetta verði alltaf djúsí blogg en ég ætla að byrja á að reyna að skrifa vikulega og hver veit nema ég auki það svo, það er að segja ef ég hef eitthvað að segja.
Hvar á ég annars að byrja þegar svona langt er liðið.... ætlaði að fara að tala um helgina en ég held að ég láti það vera, svo datt mér í hug skólinn en ég ómögulega nenni að tala um hann, ég gæti auðvitað alltaf rætt um efnahagsmálin og gengishækkunina? það myndi halda fólki við efnið!
Ef einhver gerist svo merkilegur að lesa þetta þá verð ég að mæla með að sá hinn sami horfi á Scrubs, ég hafði séð svona einn og einn þátt og var enginn aðdáandi en svo tók ég Scrubs maraþon um daginn þegar ég var veik og þetta eru messtu snilldar þættir sem gerðir hafa verið!
en þetta verður ekki lengra að sinni ætla að drífamig í ræktina-alltaf að pumpa!
-Hulda Rún