þriðjudagur, apríl 17, 2007

meðferð heimilda

ég á að vera að skrifa söguritgerð en ég bara hreinlega get það ekki, ég hugsa um allt annað sem mig langar að vera að gera. Jafnvel hlutir sem mig langar ekkert að gera svona dags daglega en bara afþví að ég á að vera að læra hef ég skyndlilega þörf fyrir að far út að hlaupa- og mér finnst ekki einusinni gaman að hlaupa!
þó er eitt sem mig langar mest að öllu, mig langar á trampólín! mig langar að hoppa þangað til að ég hreinlega get ekki meira og þar að leggjast niður til að ná andanum.
mig langar að vera í léttum sumarkjól og horfa á kvöldsólina setjast og sötra áfengi með stelpunum, fara svo á djúpt trúnó, skella á okkur varalit o rölta niður í bæ í góða veðrinu.
en nei hér er ég að skirfa ritgerð.
annars eru kosningar á næsta leiti og ég hef ákveðið að bjóða mig fram sem meðstjórnanda, það verður örugglega sæmileg vinna en vel þess virði ef vel upp tekst:)
svo ég segi bara "vote for me and your wildest dreams will come true!"
annars ætla ég að halda áfram að berja hausnum á mér í borðið og reyna að vinna þessa yndislegu ritgerð!
-hulda rún

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég held að pabbi ætli að láta okkar trampólín upp eftir helgi þá getum við tekið góða törn en það var reyndar áður en að snjórinn kom...helv. snjór alltaf!!!
ég kýs þig ef þú kýst mig...díll?

Nafnlaus sagði...

Haldið þið ykkur í fötunum þá það er ekki víst að ég sleppi aftur.

fridafraenka sagði...

sandra: JESS þá hoppum við þangað til við getum ekki andað ok?
og já það er sko díll!
gústi: við reynum get samt ekki lofað neinu, kannski að við bjóðum litla bróður þínum að vera með hann er í svo miklu uppáhaldi hjá söndru haha

Nafnlaus sagði...

Hulda Rún: vinur litla mannsins!

haha

Nafnlaus sagði...

ég væri til í trampólín á svalirnar
ég kýs þig!
takk fyrir gærkvöldið, HAH

Nafnlaus sagði...

vá það verður fjör í næstu viku! við að rústa kosningum og eitthvað fleira skemmtilegt :)