sunnudagur, apríl 30, 2006

fotíðarþrá!

ef þú ert ekki í grúbbunni verður þessi lesning ekkert spes!

ég er full af fortíðarþrá! ég las blogg á miffi og hreinlega táraðist! því að það er satt í gamla daga var allt svo gott! og jafnvel þó að maður hafi innilega hatað lundarskóla og verið án efa svolítið bældar þá var það í lagi því að við vorum 6 bældar saman
já það er ekki laust við það að það hafi verið gaman!
en í dag eru allir svo uppteknir ef þeir eru ekki í brasilíu eru þeir að læra eða komin með kærasta sem er náttúrulega bara rugl!;)
í mínum huga er reyndar allt í gamla daga mér finnst 1.bekkur vera gamla daga...?




í mínum huga er þetta allt í gamla daga, ég held að ég telji allt áður en að anna guðrún fór vera í gamla daga sem er undarlegt þar sem að það eru hvað 9 mánuðir síðan kjélla fór? en það er 9 mánuðum of mikið!

góðir tímar!

lífið var ljúft:)

vaglaskógur var tekinn með trompi!

myndir segja meira en 1000 orð!








HAHAHAHA!

hvað getur maður sagt? ég vil endurvekja grúbbukvöld þar sem var hlegið þangað til að maður var bókstaflega komin með strengi í magann og maskara niðurá kinnar! (nema hvað við vissum ekki hvað máling var;))
þar sem að ein varð pirruð og hinar gerðu í því að vera pirrandi;) þar sem að skapsveiflur voru svo miklar að það var hlegið, grátið, rifist og sæst á innan við klukkutíma!;)
en já ég bara verð að koma með nokkur gullkorn man reyndar frekar lítið núna...
- ,, já það var ég" uuu... nei hulda það var ég!
-,,betra er að sofa í mylsnu en verkjum"
-hey anna viltu koma með mér á klóstið? NEI!
-,,ég heiti siggi og ég er fyllibytta" ,,ég heiti líka siggi og ég er líka fyllibytta" ,,ég heiti líka siggi og er líka fyllibytta" ,, við erum siggarnir þrír og við erum fyllibyttur"
- ,, hún sagði polli litli,,
-ég vildi að ég væri köttur því að þá gæti ég sofið þar sem ég vildi
-bíddu ha hver? bíddu hver er það? jaaaá nei ég veit ekki hver það er*1000
-herðu þú átt kjöt hérna hjá mér í frykistunni
-er erlingur að redda mínum málum?
æi ég nenni ekki að hugsa meira en já stelpur mínar nú þurfum við að fara að gera eitthvað í okkar málum og endurvekja gamla tíma!
hittumst heilar
hulda run með fortíðarþrá!

þriðjudagur, apríl 25, 2006

Another coffee it’s on the house...

einsog sumir dagar eru fullkomnir eru aðrir það svo innilega ekki...
það eru sumir dagar sem byrja hreinlega illa!
maður fer frammúr rúmminu stígur á uppáhaldshárskrutið sitt brýtur það og meiðir sig í þokkabót. það seinasta sem manni langar í er morgunmatur svo maður drekkur eitt vatnsglas og tekst að hella helmingnum yfir sig.
maður leggur aðeins of seint af stað í skólann og þarf því að pirra sig óhugnalega mikið yfir umferðinni og lendir auðvitað á eftir gröfu,vörubíl eða jafnvel gömlu fólki! svo loksins þegar maður kemst á áfnagastað tekur það 10 mínútur að finna stæði og endar maður á því að leggja svo langt frá að maður hefði liggurvið getað sleppt því að fara á bíl! sem verður til þess að maður kemur aðeis of seint í fyrsta tíma og fær þar af leiðandi ekki mætingu! maður uppgvötar svo auðvitað til að fullkomna þetta að maður gleymdi spilaranum svo það er engin björgun maður hreinlega neyðist til að hlusta á kennarann tala um hvenar tíminn hafi byrjað!
ég fór því aðeins að pæla getur það verið að það ráðist allt af byrjun dagsins hvernig dagurinn er?
því ég hef tekið eftir því að þegar dagurinn byrjar ömurlega þá virðist allt svo ömurlegt maður æsir sig yfir öllu og allt er já ómögulegt en ef að dagurinn hinsvegar byrjar vel er viðmótið gagnvart hlutunum svo allt öðruvísi þá er svona "æi þetta reddast,, viðmót og já þá er allt miklu betra!
þetta held ég að sé ástæðan fyrir því að sumir dagar eru hreinlega fullkomir á meðan aðrir ery hörmung!
vá þetta var leiðinlegt blogg og sýnir vel hvor dagurinn var hjá mér í dag?
hulda rún sókrates

miðvikudagur, apríl 19, 2006

just a perfect day...

já þessi dagur er ekki búinn að vera af verri endanum!
þurfti bara að fara í 4 tíma í skólanum:) fékk loksins afmælisgjöfina frá aönnu guðrúnu og var ekki lítið ánægð fékk reyndar eins peysu og ég á nema í öðrum lit já sýnir hversu vel hún þekkir smekkinn minn;) en svo fékk ég fullt af skatrgripum líka:)
svo var anna haff að koma prá paris og gaf mér eitt stykki pils sem ég er mjög ánægð með:)
svo fann ég vouge blað sem ég héllt að ég væri búin að tína! bara endalaus gleði:)
en já annars er fátt í fréttum... bara same old same old ha?

svo ætla mamas and the papas að skella sér suður á morgun svo ég og sísí verðum bara einar í kotinu:) það reddast þar sem árni elskan ætlar að lána mér kaggann sinn svo ég verði nú ekki bíllaus;) hah

en já ég er farin að leggja mig áður en ég fer í ræktina!

hittumst heil
hulda rún stefánsdóttir (hr(es)s)

sunnudagur, apríl 16, 2006

drekka eða ekki að drekka það er spurningin?

já hér kemur hina algenga setning og nú meina ég hana meira en nokkru sinni fyrr!
ég ætla aldrei að drekka aftur
hulda rún ekki svo ofurhress!

þriðjudagur, apríl 11, 2006

páska háski

þetta páskafrí legst ekki vel í mig mér virkilega leiðist er farin að íhuga að hengja mig í rúllugardínum!
mamma og pabbi eru búin að vera svo lengi í búðinni að ég er farin að halda að þau hafi flúið land búi nú einhversstaðar á suðurskautslandinu laus við mig! fæ líklegast póstkort eftir nokkrar vikur sem minnir mig á að borða og fara í skólann!
annars var menningarferðin ágæt og gettu betur hefði ekki getað verið betra!
ég ákvað í gær að nota páskafríið í að reyna að átta mig á þessu myspace dæmi en nú er ég að fara yfirum og að því komin að gefast upp! nema auðvitað það vitji mín engill...
einnig ákvað ég að búa til nýja myndasíðu ákvað að prófa myphotoalbum.com og fékk þá að vita að ég átti þegar síðu þar og nokkrar myndir og hugsaði með mér afhverju ætli ég hafi nú hætt að nota þetta? svo ég eyddi dágóðum tíma í að læra á þetta og hennti inn slatta af myndum alveg svo ákvað ég nú að setja þær á aðra síðu þar sem ég myndi skrifa undir skemmtileg komment og sýna fyndni mína og já þá mundi ég alltieinu afhverju ég hafði hætt að nota þessa síðu! það var ekki hægt að setja þær á aðra síðu! seinast eyddi ég bara svona klukkutíma í að skrifa langt og skemmtilegt myndablogg og já svo komu myndirnar ekki mér til ó svo miklillar ánægju! já það eru ekki margir sem láta gabbast tvisvar af sömu síðunni en jú auðvitað er ég ein af þeim!
en já ég ætla að hætta þessu blaðri og fara að reyna að læra á myspace eða hengja mig í rúllugardínunni veit ekki hvort er verra!?
hulda rún ekki svo mikill páskáhéri!

miðvikudagur, apríl 05, 2006

title


hlæðu fífl!
hulda ólýsanlega fyndna!

þriðjudagur, apríl 04, 2006

ísland farsælda frón!

ég skrifaði þetta blogg fyrir rúmlega viku, ég gleymdi alltaf að klára það! eg nenni ekki að skrifa svo ég ætla að nota þetta en þó ætla ég ekki að klára það! kenni picturetrail um það!
ég vann verðlaun í vikunni. Ég fékk þann mikla heiður að vera myglaðasta manneskja ma!. Það er eitthvað í gangi, síðustu daga hef ég hreinlega litið út fyrir að vera nýskriðin uppúr holu, eftir að hafa legið þar i rúman áratug. Þetta náði hámarkinu á mánudaginn þegar að ég mætti í leikfimi í fyrsta tíma með vel sjúskaðar fléttur eftir andvökunótt, bauga niðrá hné, skjannahvít en þó rauðflekkótt í framan eftir að hafa klofað mig í gengum snjóskafla á leið minni í fjósið. svo reif ég upp hurðina frekar undarleg á svip og hvað haldiði að sandra björk hafi sagt? ,,oj!'' takk sandra mín!annars er lítið að gerast nema bara læra læra læra! ó ljúfa líf!það var gaman á laugardaginn sunnudagurinn var einsog skoðunarferð um helvíti! ef að picturetrail myndi virka myndi ég setja inn myndir! þessi setning minnir mig á eitthvað rugl í stæ 103: ef hulda þá manneskja, ef manneskja þá ekki endilega hulda. nei ég skildi þetta ekki heldur? það virkar smá svo ég ætla að setja inn nokkrar myndir bæði nýjar og gamlar og rifja upp góðar stundir!

sandra og magga í hörku dansi á laugardaginn!
halli og laddi!

stella hress á trabant!

anna og björg á sömu tónleikum að ná hámarki skemmtunar!
hér hætti ég svo....
hulda rún lélega!