þriðjudagur, apríl 11, 2006

páska háski

þetta páskafrí legst ekki vel í mig mér virkilega leiðist er farin að íhuga að hengja mig í rúllugardínum!
mamma og pabbi eru búin að vera svo lengi í búðinni að ég er farin að halda að þau hafi flúið land búi nú einhversstaðar á suðurskautslandinu laus við mig! fæ líklegast póstkort eftir nokkrar vikur sem minnir mig á að borða og fara í skólann!
annars var menningarferðin ágæt og gettu betur hefði ekki getað verið betra!
ég ákvað í gær að nota páskafríið í að reyna að átta mig á þessu myspace dæmi en nú er ég að fara yfirum og að því komin að gefast upp! nema auðvitað það vitji mín engill...
einnig ákvað ég að búa til nýja myndasíðu ákvað að prófa myphotoalbum.com og fékk þá að vita að ég átti þegar síðu þar og nokkrar myndir og hugsaði með mér afhverju ætli ég hafi nú hætt að nota þetta? svo ég eyddi dágóðum tíma í að læra á þetta og hennti inn slatta af myndum alveg svo ákvað ég nú að setja þær á aðra síðu þar sem ég myndi skrifa undir skemmtileg komment og sýna fyndni mína og já þá mundi ég alltieinu afhverju ég hafði hætt að nota þessa síðu! það var ekki hægt að setja þær á aðra síðu! seinast eyddi ég bara svona klukkutíma í að skrifa langt og skemmtilegt myndablogg og já svo komu myndirnar ekki mér til ó svo miklillar ánægju! já það eru ekki margir sem láta gabbast tvisvar af sömu síðunni en jú auðvitað er ég ein af þeim!
en já ég ætla að hætta þessu blaðri og fara að reyna að læra á myspace eða hengja mig í rúllugardínunni veit ekki hvort er verra!?
hulda rún ekki svo mikill páskáhéri!

12 ummæli:

Nafnlaus sagði...

haha þú ert engri lík!

Nafnlaus sagði...

veistu ég skil hvað þú ert að ganga í gegnum.. mér leiðist líka ekkert smá mikið.. samt ekki það að ég kíki í skólabækur.. ég labba bara um húsið og syng fyrir sjálfan mig því hátlarnir á tölvunni minni vikra ekki og ég nenni ekki að hlusta á fm..:S fer í sturtu/bað svona 3 á dag og þar inná milli skoða ég í eldhúsinu og reyni að finna ér eitthvað ætilegt..ég á eftir á blása út i þessu páskafríi..:S sem er ekki nógu gott.. een hvenar eigum við að fara á bláukönnuna og fá okkur kakó og köku? og jaá líka ætlaru að djamma á sunnudaginn? það er nenfilega eini dagurinn sem ég get djammað..
jæja ætli að ég sé ekki búin að bulla nó... ætlaði nú bara að kvitta til baka;) sé þig seinna sæta;)

fridafraenka sagði...

haah já einmitt sama hér verð orðin 100 kíló innan skamms! en já mér lýst vel á kaffihús kakó og köku;) hah og já sunnudagurinn er einmitt eini dagurinn sem ég get gert eitthvað líka! þannig að það má vel vera!:)

Nafnlaus sagði...

Hey hvernig væri að segja okkur myspaceið þitt því ég var einmitt líka að búa mér til eitt slíkt og mundi vilja finna þig hehe:) En reyndu nú að skemmta þér betur við erum nú einu sinni í FRÍI:)

Nafnlaus sagði...

Heyrdu thetta myspace er soldid flókid thad er satt. Ég reyndi ad búa mér til svona einhverntíman um daginn en thad lék mig eitthvad grátt svo núna hef ég ekki hugmynd hvort ég eigi svona. Hehe gaman ad thessu!

Nafnlaus sagði...

Og er þá engin myndasíða til ennþá?

Nafnlaus sagði...

hahahah æji þú ert meiri perlan.. haha :D segir svo að ég sé ljóska ! haha

Nafnlaus sagði...

húldý! þetta er gott frí, áttað þú þig á því áður en um seinan verður. ekki hengja þig vænan.

eigum við að skreppa á tónleika á laugardaginn ?

Nafnlaus sagði...

Hey...hvaða tónleikar eru á laugardaginn?

Nafnlaus sagði...

ekki mikill páksahéri..hahaha:) en já þessir páskar væru nú alveg ágætir ef það væri ekki endalaus vinna og endalaus lærdómur!!! mig langar að hafa bara svona djammpáska...en neinei..eina djammkvöldið verður sunnudagskvöldið...og eins gott að það verði gaman ég trúi nú ekki öðru !!!! :):) síjú görlí:# og guðanna bænum láttu gardínurnar í friði ;)

Nafnlaus sagði...

Ef þig vantar góða myndasíðu þá mæli ég með 123.is. Kostar reyndar eitthvað, en þetta er alveg vel þess virði =)

Nafnlaus sagði...

hvað ertu að tala um elskan, er ekki hægt að setja myphotoalbum á aðrar síður ?