þriðjudagur, apríl 25, 2006

Another coffee it’s on the house...

einsog sumir dagar eru fullkomnir eru aðrir það svo innilega ekki...
það eru sumir dagar sem byrja hreinlega illa!
maður fer frammúr rúmminu stígur á uppáhaldshárskrutið sitt brýtur það og meiðir sig í þokkabót. það seinasta sem manni langar í er morgunmatur svo maður drekkur eitt vatnsglas og tekst að hella helmingnum yfir sig.
maður leggur aðeins of seint af stað í skólann og þarf því að pirra sig óhugnalega mikið yfir umferðinni og lendir auðvitað á eftir gröfu,vörubíl eða jafnvel gömlu fólki! svo loksins þegar maður kemst á áfnagastað tekur það 10 mínútur að finna stæði og endar maður á því að leggja svo langt frá að maður hefði liggurvið getað sleppt því að fara á bíl! sem verður til þess að maður kemur aðeis of seint í fyrsta tíma og fær þar af leiðandi ekki mætingu! maður uppgvötar svo auðvitað til að fullkomna þetta að maður gleymdi spilaranum svo það er engin björgun maður hreinlega neyðist til að hlusta á kennarann tala um hvenar tíminn hafi byrjað!
ég fór því aðeins að pæla getur það verið að það ráðist allt af byrjun dagsins hvernig dagurinn er?
því ég hef tekið eftir því að þegar dagurinn byrjar ömurlega þá virðist allt svo ömurlegt maður æsir sig yfir öllu og allt er já ómögulegt en ef að dagurinn hinsvegar byrjar vel er viðmótið gagnvart hlutunum svo allt öðruvísi þá er svona "æi þetta reddast,, viðmót og já þá er allt miklu betra!
þetta held ég að sé ástæðan fyrir því að sumir dagar eru hreinlega fullkomir á meðan aðrir ery hörmung!
vá þetta var leiðinlegt blogg og sýnir vel hvor dagurinn var hjá mér í dag?
hulda rún sókrates

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

úff kannast við þessa slæmu daga ekki góðir

Nafnlaus sagði...

En hei, ég er komin og ég skal segja við tig: hei hulda, þetta reddast.. alveg bara á hverjum degi ástarhnullungur (eða frunsa, þú ræður)

fridafraenka sagði...

jejjj:D held ég velji frekar hnullunginn en frunsuna;)

Nafnlaus sagði...

hæhæ lover;) já það er mikið til í þessu bloggi skal ég segja þér... kannast við þetta.. jújú..

Nafnlaus sagði...

emiliana torrini?
hei það verður ekkert þunglyndi í kvöld!! baaara gaman!