mánudagur, janúar 09, 2006

tannlæknamartröð!

jú sæl mínir kæru lesendur!
í dag upplifði ég í þriðja skipti á mjög svo altof stuttum tíma mína verstu martröð! ég fór til tannsa! ég var í skólanum byrjaði klukkan 8:15 eftir sirka klukkutíma af óværum svefni og sá fram á það að vera til 16:05 já krakkar mínir svona eru mánudagarnir mínir með eindæmum skemmtilegir! en já einmitt þegar að ég héllt að dagurinn gæti ekki versnað hringdi síminn í miðjum tíma og var það þá frú tannlæknadama að boða mig í tam beint eftir skóla!
svo um leið og skóladegi lauk fór ég í flýti uppá tannlæknastofu skjálfandi í beinunum og ákvað nú að vera sniðug og pissa fyrst þar sem að ég var búin að drekka um það bil 5 lítra af vökva yfir daginn sökum ómælds þorsta síðastliðinna daga! svo kom að því ég var kölluð inn og martröðin mikla hófst! fyrst kom vandræðalega samtalið já hvernig hefurðu það? var gaman um jólin? brjálað að gera í skólanum ha? já fínt bara takk! tjaa það var bara fínt! jújú allt brjálað!
og svo byrjaði allt heila klabbið sem einkenndist einvhernvegin svona:deyfing... ÁI... meiri deyfing...ÆASJEGTPOJR... aðeins meira deyfing og já smá meiri deyfing.... svo eftir alla þessa deyfingu hugsaði ég nú með mér jæja þetta getur nú ekki versnað en jújú vitir menn fann ég þá ekki fyrir undarlegri tilfinnigu! hvað haldiði? jújú ég þurfti að pissa! ég ætlaði ekki að trúa minni eigin þvagblöðu! hvernig gat hún gert mér þetta ég lá í tannlæknastól með gjörsamlega öll möguleg tæki upp í mér plús eitt stykki tjald og hún var full! svo ég lá þarna og gjörsamega engdist í hálftíma í viðbót og þá bara réð ég ekki við mig lengur og tókst á einvhern ótrlegan hátt að ulla því útúr mér með frekar pirruðum tón hvort hann væri ekkert að verða búinn... eftir 10 mínútur fékk ég svo loksins að hlaupa á klósettið og ég virkilega héllt að ég næði bara ekki í tæka tíð svo slæmt var þetta!
en já þegar allt heila klabbið var svo búið reis ég upp og mér leið einsog hamstri örðu megin! ég var gjörsamlega dofin í öllum hægri helming andlitsins! þetta var eitt það versta sem að ég hef upplifað svo var hægri hluti tungunnar auðvitað líka dofinn svó ég átti líka erfitt með að tjá mig!
hérna sit ég svo og deyfingin er loksins að hjaðna og þá er ég auðvitað komin með svona líka hrikalegan verk í kjaftinn! ætlar þetta aldrei að enda?

en já útí aðeins skemmtilegri sálma haldiði ekki bara að kélla sé að fara til costa de sol 31 ágúst:D þetta er reyndar ekki alveg komið á hreint en við erum búnar að finna hótel og flugfar! ég er búin að fá nánast skriflegt leyfi frá ma og pa;) svo þetta er allt að fara að gerast:D ein til sólarlanda með vinkonunum í 2 vikur fyrir skólann;) það gerist varla betra:D

en já ég ætla að fara að hætta þessu ruggli reyna að læra eitthvað:S það er eitthvað að ganga hægt þessa dagana!

hulda rún þreytta!

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Oj hvað ég hata að fara til tannlæknis. Ekki verða 18 ára...þá borgar skatturinn ekki shit fyrir mann og maður þarf að eyða milljarð í hvert skipti sem að bölvaður tannlæknaþjófurinn hringir.

fridafraenka sagði...

já akkúrat! þessvegna er ég í tannlæknatörn núna:S klára þetta áður en ég verð 18 þetta er skelfilegur aldur!!

Nafnlaus sagði...

Mér hefur alltaf fundist gaman að fara til tannlæknis. Hentugt að ég var með spangir og þurfti því að fara oft til mannsins.

Nafnlaus sagði...

hata að fara til tannlæknis! það er bara svo leiðinlegt!
en bíddu nú við, costa de sol?? þvílíkur lúxus! hverjir eru að fara með þér þangað?

Nafnlaus sagði...

æi úpps ég gleymdi að skrifa nafnið mitt áðan...þetta var semst ég ;)

fridafraenka sagði...

haha ég sem héllt að ég ætti leyndan aðdáenda;) en já það verður lúxus en það er semsagt gamla 1.a gengið:) vorum búnar að tala um þetta lengi og nú verður þetta að veruleika:) en hvenar ætlum við grúbbupíur að skella okkur eitthvað út?:O

Nafnlaus sagði...

er búin að panta ferð fyrir okkur til jemen akkúrat 30 ágúst...þú verður bara að velja og hafna hulda mín...hummm costa de sol eða jemen...

fridafraenka sagði...

HAHA þetta verður erfitt! ég skrepp bar aá milli costa del sol og jemen þetta er allt á sama stað;) nei láttu ekki svona telpa við förum eitthvað eftir 4 bekk;)