já enn eina ferðina hef ég ákveðið að kveikja líf í fríðu gömlu og reyna að blogga smá, það er kannski loksins ástæða til þess þar sem ég hitti vini mína ekki daglega og hef þá ef til vill eitthvað að segja.
annars er ýmislegt í fréttum, ég er bara að vinna á amour þessa dagana og safna pening þar sem að eftir aðeins 82 daga mun ferðalagið ógurlega hefjast. En fyrir þá sem ekki vita, sem eru eflaust fáir þá eru ég og Anna Guðrún að fara í bakpokaferðalag um suður Ameríku og er undirbúningur nú þegar hafinn, ég er búin að fara í bólusetningu og við erum búnar að fjárfesta í flugi sem var svo sannarlega ekki ódýrt, þökk sé ömurlegu gengi krónunnar.
Við fljúgum sem sagt frá Keflavík til Boston og svo frá Boston til Líma í Perú, við ætlum að byrja á að skoða Matchu Piccu incatrailið í Perú, og stefni ég því á að reyna að labba upp á súlur á næstunni svo ég detti ekki niður dauð á fyrsta degi.
Ferðinni er svo heitið til Chile-Arentínu-Paragvæ-Brasilíu-kannski Kólumbíu og svo ef peningar leyfa upp panamaskurðinn alveg að MExíkó og fljúga svo þaðan til New York og þaðan heim aftur.
Já þetta hljómar verulega spennandi en málið er bara að líf mitt í dag gæti ekki verið minna spennandi, það er enginn eftir á Akureyri þetta er orðinn hálfgerður draugabær og ég á mér ekkert líf sem er einmitt ástæðan fyrir því að ég er farin að blogga aftur eftir góða 8 mánaða pásu.
Líkt og glöggir lesendur hafa kannski tekið eftir er líka kominn nýr playlisti og er þetta svo kallaður nostalgíu playlisti með fullt af lögum sem ég eitt sinn elskaði (og geri enn)
ég ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni, ætla að fara að gera eitthvað ýkt spennandi hérna á eyrinni, get t.d. skellt mér í keilu, nei bíddu ég á enga vini og ég er ömurleg í keilu! helvítis Akureyri!
en ég er hætt að væla styttist í að Linda komi norður í heimsókn og svo eru bara 9 dagar þangar til að ég fer suður! :)<--(broskall)
hiphopalula...
Hulda Rún
það styttist