ég var svona að velta fyrir mér, er kannski ekkert inni að blogga lengur? er myspace alveg búið að tröllríða öllu og bloggin eru orðin eitthvað gamalt einsog ferðageislaspilari eða jafnvel segulbandsspilari?
tekur ekki alltaf eitthvað við? ég er rosalega nýungagjörn en um leið alveg rosalega vanaföst, ég elska breytingar en samt hræða þær mig...
en talandi um breytingar nú fer ég að hefja nýtt líf, eftir prófin lífið það er reyndar eitt próf eftir en á morgun ætla ég í klippingu og plokkun og litun svo að á föstudaginn verði ég tilbúin fyrir nýja lífið sem felst í því að drekka mikið hlægja mikið og sofa mikið!
annars ætti ég eiginlega að vera að skrifa á þýska eða bara ekkert að skirfa hérna yfir höfuð!
þessi próf eru búin að ganga ágætlega held ég bara, svona á heildina litið.
Ég er samt ein af þeim sem get eiginlega aldrei sagt hvernig mér gekk þetta gekk alltaf bara svona jaaaaa...
þetta er að verða punktablogg þvert gegn vilja höfundar og því er ég að hugsa um að hætta þessu áður en þetta fer útí tómt rugl og vitleysu!
svo gangi ykkur vel sem eigið eftir próf og þið hin já þið megið bara far norður og niður!(nei bara norður)
allavega það var gaman að skrifa hér(það ættu fleiri að blogga meira)
-hulda rún
5 ummæli:
Ég er einmitt ekki að fíla þá breytingu að Myspace tröllríði öllu. Mér líkar vel við bloggin. Blogg eru góð, þá sérstaklega blogspot.
Tveir dagar í að þessu brjálæði lýkur!
æi þúst ég er búin í prófum og er bara eithhvað að fara að drekka bjór í kvöld og eitthvað...en skemmtu þér vel í kvöld;)
á morgun ætla ég svo að hlaupa á þig og kyssa þig og kremja!!!
gangi þér rosa, rosa, rosalega vel í dag... muna að anda inn um munninn og út um nefið :)
kv.
stærsta sys
megaflott nýja hárið!
gaaaammmaaaan að vera búinn í prófunum! :)
ég hef nú lúmskt gaman að þessum bloggum..
Skrifa ummæli