föstudagur, maí 25, 2007

vofa gengur nú ljósum logum í evrópu...

í gærkvöldi fór ég á orkudrykkjafyllerí, ég hló en byrjaði svo að gráta en héllt samt áfram að hlægja líkt og geðsjúklingar í bíómyndum. Ég skipti í miðju og fór með upphafsorð kommúnistaávarpsins og sá fyrir mér Karl Marx sveittann með Engels sér við hlið. Ég lokaði augunum og var þá marie antoinette ég eyddi peningum eisog ég ætti lífið að leysa þess á milli að ég heimsótti hina ýmsu hirðmenn.
ég fór á þjóðfundin og bað þá vinsamlegast að sleppa því að segja vér mótmælum allir svo ég þyrfti ekki að læra um þennan blessaða fund sem breytti engu. ég fékk líka regan og gorbatsjov til að velja eitthvað annað land en ísland 1986, það virðist ekki mikið ganga á þessum blessuðu fundum hérna á íslandi.
En svo fór þetta einsog fyllerí vilja stundum fara, maður endar með höfuðið ofan í klósettskálinni.

söguprófið hefði alveg mátt fara aðeins betur svosem, allavega miðað við það sem ég lagði á mig fyrir þetta blessaða próf!
en já þetta er víst bara rétt að byrja og ég hreinlega sé ekki fyrir endann á þessu öllu saman.
En það verður allavega gaman þegar þetta er búið, svo mikið teiti!

öreigar allra landa sameinist!
Hulda Rún Bonaparte

e.s. skrifað í svefnleysi og galsa, ekki ber að taka mikið mark á heimildum.

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já það var svei mér þá mikið að gera í gær! þú hefur staðið í ströngu heyri ég. hehe

Nafnlaus sagði...

hahaha

Nafnlaus sagði...

hahaha
hulda hulda þú verður að breyta próflestrarvenjum þínum! sofa meira, minna fyllerí.

Heida sagði...

Obbosí.

Ég hlakka til eftir próf. Eftirprófeftirprófeeeftirpróf.

Nafnlaus sagði...

ég man eftir orkudrykkjafylleríinu okkar síðasta vor...er ennþá að velta því fyrir mér hvernig við komumst lifandi út úr því! tveir fullir haldapokar af tómum orkudrykkjaflöskum! haha

fridafraenka sagði...

anna: jújú ég var hress
anna: já ég hreinlega held það!
heiða: svo mikið sömuleiðis!
sandra: haha já það var rosalegt, systir þín fékk áfall! en rosalega er langt síðan ég hef séð þig!

Nafnlaus sagði...

ég elska þig!
meira að segja meira en heimspeki :)

Nafnlaus sagði...

heimspeki er verkfæri djöfulsins!!! þannig að ég elska þig líka meira en heimspeki.
en já alltof langt síðan við sáumst og hittumst. það verða sko fagnaðarfundir eftir þessi blessuðu próf:)
kyss og kram!

fridafraenka sagði...

ég elska ykkur líka meira en candyfloss, mér reyndar finnst það ekki gott en þetta er samt ást!
og já það verða svo miklir fagnaðarfundir eftir prófin að fagnaðurinn mun ekki vita hvað er í gangi!
ég mun knúsa ykkur svo fast að augun poppi út!