þriðjudagur, janúar 02, 2007

gamalt og gott

já hvernig væri að koma með eitt almennilegt blogg einsog í gamla daga?
var að skoða gömlu síðuna mína og ákvað að lesa allar færslurnar (ég á mér ekki líf) og komst að því að þá var ég það sem maður kallar alvöru bloggari! bloggin voru skemmtileg, kaldhæðin og jafnvel hnyttin á köflum. Suma daga var ég geðill og pirruð og aðra var einsog ég væri nýkomin af everest. Oft mátti sjá myndir þá er ég að tala um fyndnar myndir sem áttu vel við frásögnina.
eeen anyways(alltaf langað að vera nógu kúl til að segja þetta) þá eru jólin senn á enda guði sé lof! og nýja árið gengið í garð með pompi og pragt! áramótin voru... já hvað voru þau? ég er hreinlega ekki viss þau voru undarleg ég á allavega án efa titilkvöldsins fyrir að detta oftast byrjaði á að velta stórfenglega niður gilið (note to self: ekki fara aftur í brúnu stígvélin í hálku) og svo héllt ég áfram að detta það sem eftir var kvölds eða nætur réttara sagt.
svo klukkaa að verða 7 á nýársmorgun ákváðu 4 galvaskar ungar dömur að framkvæma loksins hina snilldaráætlun mission R við röltum hressar í bragði í átt að bryju staðráðnar í að skapa hinn mikla bryjar, allt var þetta planað og R-ið á sínum stað undir hvítu bjöllunni, leiðin var skemmtileg, við röppuðum, hlógum og stálum eitt stykki blómapotti sem varð fínasti hattur. en þegar á leiðarenda var komið kom smá babb í bátinn, límbandið var ekki nógu gott og héllt því ekki R-inu stóra.
Eftir mikið erfiði og púl kom allt fyrir ekki og við neyddumst til að fresta mission R.
Já við vorum bugaðar en við snérum galvaskar aftur fyrsta kvöld ársins og kláruðum verkið hér má svo sjá afraksturinn góða...

harðari en stál í bleikum náttbuxum

til í hvað sem er

minntist einvher á mission?

þú heyrðir rétt!

brynjar-ís fyrir fullorðna

ánægðir krimmar

eeen ég er farin að sofa meira af þessu seinna
hulda rún

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já þetta er blogg mér að skapi!

Nafnlaus sagði...

fjárans húmorslausa fólk sem á brynju...