draumórar
hví get ég ekki verið karakter í bíómynd... allt auðvellt og gaman... svo þegar allt er ömurlegt og erfitt þá bara CUT! og taka pásu!
mig langar að flytja til new york og ferðast með gulum taxa allt sem ég fer vinna við eitthvað sem ég elska taka með 2-3 vinkonur eiga símsvara og milljón pör af hælaskóm, eldrauðan varalit og sumarkjóla!
eyða deginum í að versla og kvöldunum í að skemmta mér... borða heimsendan kínamat alla daga og fá mér permanet, kaupa mér apple fartölvu og sitja á kaffihúsi allan daginn og skrifa.. þó ekki ljóð það væri of rómó!svo ef ég fæ leið á þessu öllu saman þá er það bara helgi í parís!
nei bíddu er ég búin að horfa of mikið á sex and the city? eða er þetta að fara að gerast hver veit?
i'm in a new york state of mind....
kv. frúin í new york!
já þetta skemmtilega blogg var það fyrsta sem ég skrifaði á þessa myndarlegu síðu, ég fór svona aðeins að spá í þetta og sumt er barasta búið að rætast eða um það bil að fara að rætast ég er reyndar ekki karakter í bíómynd (ennþá) en ég á alveg helling af hælaskóm nokkra sumarkjóla og fallegan rauðan varalit ég er að fara að búa í danmörku með 3-4 vnkonum næsta sumar, hver veit nema ég jafnvel fái mér símsvara? kvöldunum hef ég hugsað mér að eyða í skemmtun og dögunum í vinnu, jafnvel fá mér permanett og apple tölvuna góðu á ég nú þegar svo ekki verður erfitt að skreppa á kaffihús, og helgi í parís segiði? ég er að fara til london og róm um páskana róm-parís kartafla kartofla.
já ég held þetta sé nokkurn vegin hið ljúfa líf!
-hulda rún
6 ummæli:
snilld!
vá hvað það væri gaman ef allir draumarnir manns myndu rætast!
ég vissi að þetta ár yrði gott =)
Ég öfunda þig mjög mikið. Mig langaði einmitt mjög mikið að fara til Danmerkur að vinna...en ég efast um að ég myndi eiga mikinn pening eftir sumarið.
Hvar á ég að vinna næsta sumar? Það eru fáir spennandi möguleikar hér í þessum bæ.
Hæææææææjjjjjjjjjjj!!! Staaaaaaaaaaaaarálfur!
a: i know!
s:það væri lífið
a:spákonufrík (brennum hana)
h:þessi bær er ekki málið næsta sumar hann lyktar illa komdu til köben og búðu í tjaldi og lifðu á núðlum!
gob: ola flugufrelsari
Skrifa ummæli