ég vil byrja þetta blogg á því að segja að ég er enn eina ferðina búin að glata símanum mínum og er ansi hrædd um að hann sé glataður for good núna! já einsog ég hef oft sagt þá eiga ég og tæki ekki saman (sbr. tölvan mín er biluð/ónýt, báðir mp3 spilararnir mínir eyðilögðust og ég týndi ipodinum mínu innan við mánuði eftir að ég fékk hann.)
annars er bara ekkert gott að frétta, þessi próf eru að éta mig lifandi!
svo ég bið bara að heilsa í bili og vona að þið eigið betri vikur framundan en ég (sjálfsvorkun af hæsta stigi)
annars ætla ég að kyssa ykkur öll 8.júni!
en þangað til baless!
hulda rún
7 ummæli:
ég held ég verði að fara að gefa þér gormalyklakippuna sem ég lofaði þér einhverntíman í fyrra svo þú getir fest símann þínn, lyklana,kortið þitt, mp3 spilarana þína og bara allt dótið þitt í! ertu nokkuð ennþá búin að týna hjálmari??
Gangi þér vel í þeim prófum sem þú átt eftir. Ég meina þetta heitt og innilega.
þyrftir að vera með þetta allt á einni góðri keðju um hálsinn
ég hlakka til að fá koss
bara 2 próf eftir og þá þarftu ekki að hugsa um skólabækur í 3 mánuði !! :)
gangi þér vel í lærdómnum sæta mín
sandra: haha já ég held að það sé alveg komin tími á þessa kippu! en nei hjálmar er reyndar ennþá hérna!
erla:takk kærlega og alveg innilega sömuleiðis!
arnrún: já það væri ekki ógáfulegt!
hulda:hlakka til að gefa þér hann!;)
tinna: ójá! get ekki beðið! ert þú ekki farin að hlakka til að eyða tvemur góðum kvöldstundum í þýsku?;)
Ójú get ekki beðið :) þú veist hvað mér finnst nú þýskan skemmtileg... ágætt að fá smá tilbreytingu frá stærðfræðinni :)
heyri í þér á morgunn með þýskuna, þarf kannski aðeins að fara að þurrka rykið af henni ;)
Skrifa ummæli